Hver er rökstuðningurinn?

Á hvaða rökum hvíla þessar fullyrðingar?

Hverjir yrðu gjaldþrota? Hvaða hópur útgerðarmanna?

Af hverju yrðu þeir gjaldþrota?

Af hverju eru þeir ekki þegar gjaldþrota, eða eru þeir kannske þegar gjaldþrota í raun?

Hvers vegna skuldar sjávarútvegurinn um 550 milljarða króna?

Hvernig stendur á því að viðkomandi fyrirtæki gátu skuldsett sig svo óheyrilega mikið?


mbl.is Vara við hugmyndum um fyrningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta útgerðarhyski er búið að blóðmjólka svo fyrirtækin sín til einkaneyslu og verðbréfabrasks að þeir eiga ekkert eftir lengur nema skuldir. Allt er yfirveðsett og þeir ráða ekki neitt við neitt. Um að gera að láta þá fara á hausinn, fiskurinn fer ekkert og það er til nóg af duglegu fólki til að veiða og vinna fiskinn án þess að sægreifarnir þurfi að eyðileggja það með fégræðgi og flottræfilshætti. Niður með kvótakóngana, látum þá bara rúlla. Því fyrr, því betra!

corvus corax, 26.1.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála ykkur, þessir menn verða að taka sína ábyrgð og þeim afleiðingum sem því fylgir. Það er nóg að það sé verið að reyna að troða Icesave á okkar herðar og við þjóðin að berjast fyrir því að það gerist ekki, réttir eigendur á þessu peningasukki sem þjóðin er að gjalda fyrir dýrum dómi verður að stoppa, og þeir sem eiga þetta sukk verða að taka þeim timburmönnum og þeim afleyðingum sem þeim fylgir.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2010 kl. 17:32

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú spyrð rétttra spurninga.

Gísli Ingvarsson, 26.1.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband