Berjið ekki höfði við stein!

Forsætisráðherra og stuðningslið hennar er enn við sama heygarðshornið og eru greinilega öllsömul búin að berja höfði sínu við þann stein sér til óbóta.

Það örlar ekkert á baráttu fyrir hagsmunum Íslands og því að færa umræðuna upp úr þessu spólfari sem forsætisráðherrann klifar sífellt sömu bresk-hollensku tugguna í. Alltaf sama undanlátssemin á röngum forsendum. Á þessu verður að verða breyting áður en það verður um seinan.

Þau virðast ekki skilja eða vilja ekki skilja, nema hvort tveggja sé, að koma þarf umræðunni í þann réttsýna farveg að öll löndin sem hlut eiga að máli bera ábyrgð. Ekki bara Ísland, eins og forsætisráðherrann og skilningsvana eða forhert lið hennar klifar á í takt við kröfur Breta og Hollendinga og annarra landa sem vita sökina upp á sig.

Ríkisstjórnin skal átta sig á því að sá mikli meðbyr sem hún hafði í upphafi valdatíðar sinnar varir ekki heilt kjörtímabil við þennan andbyr hennar og aðgerðaleysi í að taka upp baráttu fyrir hagsmunum Íslendinga á erlendum vettvangi. Það er miður fyrir þann mikla hluta almennings og kjósenda sem bundu vonir um betri og breytta tíð við hana. Það voru miklar vonir og væntingar. Þær eru við að gufa upp.
Það stefnir í háan reikning sem þjóðin mun gera fráfarandi ríkisstjórn og liðsmönnum hennar við næstu kosningar ef fram fer sem horfir.

Hættið að berja höfði við stein og gjörið svo vel að bretta upp ermarnar og takið slaginn við erlendu þjóðirnar gegn ranglætinu sem þær hafa verið að bræla yfir okkur!


mbl.is Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband