19.1.2010 | 12:13
ó-Frumkvæði ríkisstjórnarinnar
Hvaða uppbyggilega frumkvæði hefur ríkisstjórn Íslands í Icesave-málinu?
Gerir hún sér ekki grein fyrir meðvindinum sem hefur verið að skapast með málstað Íslendinga erlendis?
Gerir hún sér ekki grein fyrir því að tíminn er dýrmætur í því sambandi?
Gerir hún sér ekki grein fyrir því að það er hagsmunum Íslands til framdráttar að sinna þeim?
Af hverju bregst hún ekki við með viðeigandi hætti?
Hverju gerir íslenska ríkisstjórnin sér eiginlega grein fyrir?
Vonandi fer ríkisstjórn Íslands að átta sig betur á málinu!
Engar viðræðuóskir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi áttar fólk síg líka þið báðuð um kosningar og fáið þær, það þarf svo ekki að ræða það meir hvorki við ykkur eða aðra.
Sigurður Helgason, 19.1.2010 kl. 12:27
Það væri rangt að óska eftir viðræðum núna.
Við erum með mun sterkari samningaðstöðu ef munurinn veðrur mikill í þjóðaratkvæðagreiðslunni
Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 12:44
Já vonandi áttar fólkið sem kaus þessa skussa og seigi nei við icesave viðbjóðnum ÞVÍ JÓHANNA OG STEINGRÍMUR HAFA SVIKIÐ ÞAÐ FÓLK SVO UM MUNAR,Því mikið af því fólki sem kusu VG höfðu ekki áttað sig á að Alþíðubandalægið og VG er það sama þeim er ekki treystandi firrir lífi heillar þjóðar nema firrir erlend ríki sem vilja knésetja okkur þetta er sannleikurinn hvað sem öðru líður.
Jón Sveinsson, 19.1.2010 kl. 13:29
Sigurður Helgason: Hverjir eru "þið" og "ykkur" sem þú vísar til?
Kristinn Snævar Jónsson, 19.1.2010 kl. 21:29
Áttvísin gildir í öllum viðskipta samningum þangað til þeim líkur. Standslaust að breyta áherslum til að tryggja bestu útkommu, sýna fram á val. Það kallast ekki samningar þegar búið er að semjum um niðurstöðuna: markið sem stefnt er á. Stefnumörkun er það eina sem nútíma ráðmenn á Íslandi kunna eðlilegt eftir að hafa lítið annað gert en að fylgja og setja inn regluverk undanfarin 17 ár. Hættir að hugs sjálfstætt ofverndaðir í þóknunum.
Sjómenn geta því miður ekki hugsað svona eða hermenn. Menn verða að haga vindum eftir segli.
Risarnir í Alþjóða-Samfélaginu eru örugglega farnir að vorkenna almenning á Íslandi með þennan máttvana stjórnarher. Engin flott útspil, undantekning Ólafur Forseti.
Þá að að setja deiluna í hendur dómsstóla EU. Verri kjör er ekki hægt að láta bjóða sér.
EU dómstólar eru fyrir opin dyrum. Virðingin er það sem skiptir máli á meginlandinu. Þótt Íslendinga líti að það sem veikleika þá er það styrkur okkar gegn EU sem vill koma vel út á við.
Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.