15.1.2010 | 02:30
Meðvindur fyrir nýjan málatilbúnað
Það eru einmitt svona raddir í herbúðum gagn-málsaðila sem íslenska ríkisstjórnin þarf að notfæra sér hagsmunum Íslands til framdráttar.
Byggja upp málatilbúnað á þeim forsendum að önnur lönd beri sína sök í Icesave-málinu, ekki bara Ísland.
Og, setja upphæðirnar sem um ræðir í þetta samhengi sem hér um ræðir.
Með slíkum málatilbúnaði og meðvindi skilningsríkra og réttsýnna erlendra aðila er hægt að setja dæmið upp þannig að öll löndin þrjú sem hingað til hafa deilt græði, hvert á sinn hátt. Um það hef ég rætt í öðrum pistli um win-win-win-stöðu fyrir Ísland, Holland og Bretland.
Við það að koma almenningi í Bretlandi og Hollandi í skilning um þann málatilbúnað myndi hann væntanlega snúast á sveif með sjónarmiðum Íslendinga og þrýsta á sínar ríkisstjórnir um aðra lausn en þær hafa verið að neyða upp á Íslendinga. Niðurstaðan væri sú að þegar þannig væri komið væri það ávinningur fyrir Breta og Hollendinga að fallast á sanngjarna lausn fyrir Íslendinga.
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sanngkjörn lausn nú er alger uppgjöf skuldarinnar og að þeir hirði LB. Það var sagt í upphafi og þetta er augljós stuðningur við. Það ber þó að hafa í huga á þessu stigi málsins að ekki einu sinn alþingismenn fá að vita hvað liggur í eignasafni LB, né hve mikið þessar eignir hljóða uppá. Samt kom Jóhanna fram í upphafi samningsferlisins, þegar málinu var þvingað úr leynisamningsferlinu og inn á þing, að til væru 70% til 90% upp í skuldina í bankanum. Á þeim tímapunkti gat hún ekki vitað það og enn hefur ekkert komið fram, sem staðfestir þetta. Hún laug því upp í opið geðið á þjóð og þingheimi og gerir enn.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 03:19
Sanngjörn átti að sjálfsögðu að standa þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 04:01
Talsmenn breta og hollendinga - Steingrímur og Jóhanna hafa staðið sig vel í varðstöðunni fyrir þessi 2 ríki - þau hafa blekkt bæði þingheim og almenning - dregið okkur á asnaeyrunum aftur og aftur - sett á þjóðina manndrápsklyfjar í formi skatta og verðhækkana - stanslaust dregið upp svörtustu myndir sem þau hafa dregið úr sorphaugum huga síns ( held að þau séu með sameiginlegan reikning hjá svartnættinu).
þau hafa dregið kjark úr þjóðinni með þvinganatali sínu - ef þetta gerist ekki - ef hitt gerist ekki og þið skuluð ekki voga ykkur að .....o.sv.frv.
við þurfum að fá okkur svona skelegga talsmenn - koma þeim í ríkisstjórnir berta og hollendinga og láta þá borga þeim laun.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.1.2010 kl. 05:34
Heyrið þið! Eruð þið alveg búnir að snúa sólarhringnum við út af þessu máli? Við ráðgjafarstörf í sjálfboðavinnu fyrir ríkisstjórnina?
Hún virðist því miður sofa öll, líklega þó fremur óvært, sum á sínu græna eyra á vinstri hliðinni og restin í hrúgu, og virðist ekki heyra múkk í bloggurum landsins sem eru vakandi og ekki sofandi að leggja gott til málanna.
Kristinn Snævar Jónsson, 15.1.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.