14.1.2010 | 00:36
Þarf neyð til?
Hvað er hægt að segja við svona aðstæður?
Það sýnir sig að þegar virkilega miklir atburðir gerast eins og algjör neyð, þá eru allir tilbúnir til að hjálpa þeim sem eru í neyð.
Frumskilyrði til að fá hjálp í neyð er að réttar fréttir og upplýsingar berist af neyðinni til þeirra sem geta hjálpað svo að rétt hjálp berist eins fljótt og mögulegt er til þeirra sem eru hjálpar þurfi. Lesandinn athugi þetta!
Það er þakkarvert að Íslendingar voru í aðstöðu til að bregðast fljótt og hratt við og senda öflugt hjálparlið á staðinn. Það er til fyrirmyndar.
Megi þeim farnast vel við björgunar- og hjálparstörfin þarna hjá kollegum okkar, eyjarskeggjum, við að lina þjáningar þeirra og koma í veg fyrir frekari þjáningar.
Fólk er ætíð hjálparþurfi í stóru og smáu bæði erlendis og hérlendis. Það er lífsins gangur. En, hver gefur því gaum og gerir eitthvað til að hjálpa náunga sínum eftir efnum og aðstæðum?
Ég spyr: Þarf algjöra neyð til?
Dæmi: Jón A. keyrir á bíl sínum upp á kant á Miklubrautinni og festir bílinn. Enginn stoppar ótilkvaddur og býður hjálp sína, heldur ekki Jón B. sem á leið framhjá. Hann er reyndar bara á rúntinum.
Sami Jón A. keyrir á sama bíl út af veginum uppi á Holtavörðuheiði og festir bílinn. Næsti bílstjóri sem keyrir framhjá stoppar ótilkvaddur og býður hjálp sína! Það reyndist vera Jón B.! Hann spyr hvort eitthvað sé að og býður hjálp sína brosandi! Hann er reyndar á leiðinni norður í land á fund og er að verða of seinn því færðin er slæm.
Ja, það er nokkuð til í því sem sumir útlendingar segja að Íslendingar eru svolítið skrýtnir! En, harkan stinn og gæskan og sannir öðlingar þegar út í slaginn er komið.
Jú, það virðist þurfa neyð til! Þarf það svo að vera? Myndum við ekki uppskera fleiri bros að meðaltali á ári ef við byðum aðstoð okkar líka við smávægilegri atvik heldur en neyðartilvik? (Já, ég veit að margir gera það, en lengi má mörgum fjölga).
Eitthvað mesta manntjón síðari ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekkert nema helvítis snobb í þessu fóli að stökkva til í þessu þegar langtum fleiri deyja ár hvert úr hungri í afríku.
En það hefur aldrei þótt fínt að hjálpa afríkumönnum, best að arðræna þá frekar.
Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.