11.1.2010 | 23:49
Leyndardómurinn að baki aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma undanfarna daga á viðbrögðum ríkisstjóra Íslands, þeirra fjármálaráðherrans og forsætisráðherrans (þá sjaldan hann opinberar sig), er að verða morgunljóst að:
- þau vilja ekki hlusta á nein rök, hvorki sönn né afgerandi rök fyrir styrkingu á málstað Íslands í Icesave-málinu sem hafa verið að fá hljómgrunn meðal velviljaðra útlendinga undanfarna daga, og
- þau vilja ekki bregðast við hvatningum um að beita sér með frumkvæði til að tala máli Íslands erlendis.
Þess í stað virðast þau í ferðum sínum erlendis og símtölum við erlenda ráðamenn þvert á móti fremur taka undir rukkunarrök Breta og Hollendinga með brosi á vör og lofast til að bera hótunarskilaboðin skilmerkilega beint og milliliðalaust heim til þjóðar sinnar sem heima bíður, í stað þess að nota tækifærið og halda á lofti rökum fyrir málstað Íslands með kröftugum hnefa í anda "gamla" Steingríms J.
Ályktunin sem af þessum forsendum má draga er þar af leiðandi sú að eitthvað óskaplegt leyndarmál múlbindur þau, sérstaklega "gamla" Steingrím J., þar sem ég vil ekki trúa að þau vinni vísvitandi og af frjálsum vilja gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Aðgerðaleysi í málinu á erlendum vettvangi er hið sama og að vinna ekki að hagsmunum Íslands.
Spurningin er því:
Hvað múlbindur þau og félaga þeirra í málinu og meinar þeim að beita sér fyrir hagsmunum Íslands af krafti og á réttan hátt á erlendum vettvangi?
Lipietz vísar gagnrýni á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loforð um flýtimeðferð og afslátt inn í ESB og hugsanlegar afskriftir skuldanna ef þau þýðast? Á erfitt með að setja það í samhengi við Steingrím, en líklegast er það bara löngun hans í ráðherraembætti og völd sem ræður. Það sýndi sig á því að hann seldi öll sín fyrirheit og forsendur kosningar fyrir stólinn. Nú veit hann að ef hann missir takið nú, þá er hann búinn að vera í stjórnmálum.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 00:53
Hann er raunar fyrir löngu búinn að vera.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 00:54
Samála Steingrímur er búinn að vera ásamt stjórninni ekkert í stöðunni en að steypa henni og biðja um jóðstjórn sem ég vildi strax eftir búsáhaldabyltinguna en fékk ekki vegna þess að flokkarnir vildu ekki sleppa tökunum.
Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 02:15
Þjóðstjórn á það að vera
Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.