11.1.2010 | 01:31
Hallærislegur Evrovisionlagaþáttur
Þátturinn, umgjörð hans og ekki síst efnið sjálft er ekki boðlegt sem aðalefni á dagskrá sjónvarpsins og þaðan af síður sem hugmynd um tónlistarframlag Íslands fyrir augum heimsins; þ.e. það sem var boðið upp á í fyrsta þættinum s.l. laugardagskvöld.
Ég vona svo sannarlega að bitastæðara efni verði kynnt í næsta þætti. Annars hefði þurft að auglýsa eftir fleiri frumlegum lögum í keppnina.
Vart hef ég séð hallærislegri kynningar en viðtölin við höfunda og söngvara. Þær voru þeim mun neyðarlegri við það að standa ekki undir þeim væntingum sem þar var reynt að skapa fyrir viðkomandi lagi og söng. Þar voru öfug hlutföll á.
Setja verður öllu strangari reglur um söngundirbúning því að þetta var ekki metnaðarfyllra en söngvakeppni framhaldsskólanna,.. eða var það grunnskólanna? - að þeim ólöstuðum vel að merkja. Sem betur fer komust þó frambærilegustu framlögin áfram, enda hefði annað verið óeðlilegt.
Lögin tvö sem komust áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Léleg lög, öll með tölu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 01:55
Algjörlega sammála, þetta var hrein hörmung, alveg frá klæðaburði kynnana til laganna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2010 kl. 01:57
Kannski komu fyrirmæli frá ríkisstjórninni, að nú verði að spara. Þátttaka í aðalkeppni komi ekki til greina :)
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 02:03
Allur þátturinn var að mínu mati til háborinnar skammar. Allt niður í kjólana sem kynnarnir klæddust, þær þessar fallegu konur voru eins og heypokar. Fyrir utan falskan söng þeirra þriggja sem ekki komust áfram. Set samt skömmina á hjónin sem settu sextán ára stelpu í það að syngja lag sem hún réði alls ekki við. Og að öllum líkindum endir á hennar ferli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2010 kl. 02:25
Góðan daginn kæru sönglagakeppniblöskrarar. Þið eigið skilning minn og samúð, einnig aðrir sem reyndu að horfa á umræddan þátt af eftirvæntingu.
Mér dettur nú í hug hending úr texta í lagi með MeatLoaf:
"You took the word out of my mouth..",
sem er reyndar hörku-grúví lag og á ekkert skylt við þessa útsendingarhneisu sem hér er til umfjöllunar.
Ætli sparnaðurinn felist ekki í því að teygja á þessum þætti með hinum óskiljanlegu sjálfhælniinnleggjum og afsakandi hlátrasköllum kynnanna, þá þarf ekki að greiða sýningargjöld fyrir bíómynd eða gerð spurningaþáttar eða því um líkt. (Ég kenndi reyndar í brjósti um kynnana. Þær eiga betra skilið en þessa ofeynslu við að halda andlitinu yfir þessu).
Ef restin er ekki betri en fyrsti þátturinn þá legg ég til að þættirnir verði felldir niður eða að í staðinn verði endursýndir valdir þættir úr forkeppninni fyrstu árin sem Ísland keppti. Þeir voru með stæl. Einnig var hárgreiðslan svo skemmtileg á 9. áratugnum: blásna hárið, sminkið og það ... á karlpeningnum, ja það var jafnvel erfitt að greina í sundur kynin á færi!! Maður getur hlegið sig máttlausan í dag við að horfa á það.
Kristinn Snævar Jónsson, 11.1.2010 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.