Það ber allt að sama brunni! Bretar og Hollendingar hafa verið að svína á Íslendingum og hagsmunum Íslands og eru enn að, þótt þeirra eigin landsmenn snúist nú á sveif með réttsýnum og hugrökkum Íslendingum sem hafna málatilbúnaðinum sem okkur hefur verið boðið upp á hingað til.
Þetta álit Times-greinarhöfundarins rímar við álit virðulegra íslenskra lögfræðinga og óteljandi spakra bloggara sem haldið hafa á lofti þessum rökum, en fyrir daufum eyrum stjórnvalda.
Óprúttnar þjóðir aðrar í Evrópu hafa einnig sungið sama bresk-hollenska blekkingarsönginn í meðvirkni sinni, eins og hér hefur verið bloggað um. Sú kemur tíð að þessir þjóðhöfðingjar munu skammast sín fyrir smánarlega breytni sína og viðhorf gegn íslensku þjóðinni sem þeir hafa valið til að vera fórnarlamb í fjármálalífs-feluleik sínum til að hylma yfir eigin afglöp.
Hvorki geta né eiga að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.