6.1.2010 | 11:56
Jón gerir þögulli ríkisstjórninni skömm til
Takk Jón fyrir að leitast við að halda málstað Íslendinga á lofti. Þú hefur séð og skilið eins og margir aðrir að fulltrúum kjósenda í ríkisstjórn er fyrirmunað að aðhafast í því máli út á við og kynna og verja málstað Íslands erlendis. Varla ber ríkisstjórnin kala til íslensku þjóðarinnar og þess vegna er eina skýringin sú að hún hefur ekki skilning á málinu eða er vægast sagt kærulaus. Og, líklega með snarvitlausan kompás.
Augljós sönnun þess að ríkisstjórn Íslands og íslenskum embættismönnum og opinberum starfsmönnum sem til þess eru ætlaðir hefur mistekist hrapalega að kynna og verja málstað Íslands erlendis í Icesave-málinu blasir við í erlendum fréttum gærdagsins er fyrstu viðbrögð erlendra ríkja og fréttablaða komu í ljós. Hinir erlendu aðilar halda að Ísland ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar sem réttmætar teljast; að Íslendingar hugsi þannig að þeir taki erlend lán með það fyrir augum að endurgreiða þau ekki, eins og illa upplýstur hollenskur þingmaður fleipraði um.
Maður spyr sig hvort vörn Íslands út á við í Icesave-málinu þurfi að byggjast upp á vinnu sjálfboðaliða eins og þér, Jón, sem skrifar hér grein á erlendum vettvangi sem eftir er tekið. Ótilkvaddur nema af samviskusemi og þegnskap. Hið eina sem sést hefur frá ríkisstjórninni í málinu er skrýtin og loðin yfirlýsing til erlendra fjölmiðla í gær, send að ætla mætti úr einhverju skúmaskoti gamla Múrsins frá huldufólki.
Maður spyr sig ennfremur hvað launuð ríkisstjórn og viðkomandi starfsmenn stjórnsýslunnar gerir og hefur verið að gera í þessu máli út á við fyrir þjóðina. Það fer greinilega mjög leynilega!
Útlendingarnir, ríkisstjórnir tengdar IMF/AGS og kandidatar til lánveitinga til Íslands út af málinu og bankahruninu hér eru illa eða ekki rétt upplýstir. Það sanna viðbrögð þeirra í gær við synjun forsetans um að samþykkja lögin. Þeir virðast ekki vita hverju verið er að hafna. Almenningur erlendis ekki heldur.
Íslendingar telja lánakjörin óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.