Færsluflokkur: Heimspeki

Hundalógík stjórnmálanna

Þessi frétt af hneykslan og fordæmingu ungra kjósenda í Bandaríkjunum á því hversu núverandi forseta hafi orðið lítið ágengt við að efna kosningaloforð sín frá því fyrir fjórum árum vekur upp spurningu um hvort þeir hafi virkilega ekki velt því fyrir sér hvers vegna svo sé, ef rétt er.

Hafa þeir ekki fylgst með tillögum og viðleitni forsetans til að koma á umbótum í t.d. heilbrigðiskerfinu og sporna við eyðileggjandi áhrifum og afleiðingum hinnar tiltölulega óheftu frjálshyggjustefnu sem hefur ríkt á fjármálasviði fyrir tilstilli andstæðinga forsetans, repúblikana og repúblikanaflokksins?
Ef unga fólkið myndi nú hugleiða málið fordómalaust og sjálfstætt þá ætti það að komast að því hvor forsetaframbjóðandinn er að vinna fyrst og fremst fyrir almenning. Þá ætti að renna upp ljós fyrir ungu kjósendunum hvað hefur staðið í veginum fyrir fullum árangri núverandi forseta við að efna kosningaloforð sín.

Þessi frétt bendir til þess að kjósendur eins og umrædd Colleen Weston sleppi því að ómaka sig á slíkum hugleiðingum og ætli sér því í staðinn og einfaldlega að kjósa þá aðila sem hafa í reynd komið í veg fyrir að forsetinn gæti staðið við kosningaloforðin. Halda mætti að svona "hugsuðir" telji að andstæðingar forsetans muni fremur en hann koma gömlu kosningaloforðum hans í framkvæmd! - Hvílíkur hugsanagangur! En, þetta er ekki sér-bandarískt fyrirbæri.

Þetta er hliðstætt rökleiðslu þeirra íslensku kjósenda sem hyggjast kjósa gömlu hrunflokkana sína aftur í næstu kosningum í von um það að þeir hafi breytt eðli sínu!
Þessir kjósendur virðast halda að með því að gera það sama komi önnur útkoma en áður! Var það ekki slíkur hugsunarháttur sem Albert Einstein kallaði vitfirringu eða brjálæði?


mbl.is Obama hefur misst fylgi ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Verði ljós!"

"Og það varð ljós."
mbl.is Bjuggu til ljós úr engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Lennon skrifar í skýin

Bókin Skywriting by Word of Mouth eftir John Lennon inniheldur efni sem hann skrifaði eftir hendinni þegar andinn blés honum það í brjóst, aðallega á áttunda áratug 20. aldar eftir að hljómsveit þeirra Bítlanna, The Beatles, hætti.
Í bókinni eru alls kyns athugasemdir Lennons um menn og málefni og samskipti hans við umheiminn, smásögur, dæmisögur og pælingar, sem oft eru kaldhæðnislegar og hnittnar í dæmigerðum “Lennon-anda”.
Á einum stað ræðir hann um listræna andagift og heldur því fram að miklir andans menn eins og Albert Einstein, Pýþagóras og Ísak Newton hafi verið dulhyggjumenn (e. mystics) að vissu leyti. Bendir hann í því sambandi á þá aðferð sem hér um ræði (og sperri nú allir skapandi menn og konur augu og eyru!). Lennon skrifar:

“But the main point I was getting at was the fact that in order to receive the “wholly spirit”, i.e. creative inspiration (whether you are labelled an artist, scientist, mystic, psychic, etc.), the main “problem” was emptying the mind. ... You can’t paint a picture on dirty paper; you need a clean sheet.”

Tekur hann sláandi og sorglegt dæmi til útskýringar á því, en segir svo:

“It’s the same with the Christians (so called). They’re so busy condemning themselves and others, or preaching at people, or worse, still killing for Christ. None of them understanding, or trying in the least, to behave like a Christ.”

Sbr. tilvitnanir í  John Lennon Skywriting by Word of Mouth 2010 [1986], s. 33-35. New York, NY: HarperCollins Publishers (It Books).

Blessuð sé minning John Lennon. Gott er að hafa friðarsúluna í Viðey kærleiksboðskap hans til vitnisburðar og minningar.


mbl.is Lennons víða minnst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband