Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
15.10.2017 | 12:01
Lifandi menning á hverfanda hveli
Lifandi menning í Árnesi á Ströndum hefur átt undir högg að sækja sökum fækkunar ábúenda jarða og íbúa þar í sveit.
Vonandi taka t.d. ráðamenn ferðamála við sér um möguleika á uppbyggingu ferðaþjónustu í þessu héraði og styrki a.m.k. með þeim hætti byggð og byggðarþróun í þessari mögnuðu sveit. Möguleikarnir eru margir í því sambandi, bæði til lands og sjávar og annarrar náttúru, eins og 1200 ára byggð ætti að sanna.
Maður spyr sig hvort Byggðastofnun, meðal annarra aðila, sé ekkert að pæla í viðhaldi byggðar og menningar á þessu svæði. Eða þingmenn kjördæmisins, reyndar alls landsins, þar sem þetta mál snertir þjóðina alla.
Þetta snýst öðrum þræði um það sem ég kalla lifandi menningu, að halda henni lifandi áfram og samfelldri eins og undanfarnar tólf aldir. Eða, eiga erlendir aðilar, m.a. kanadískur auðjöfur gegnum HS Orku og einhver "ítalskur barón", að hafa í hendi sér að virkja með tilheyrandi jarð- og menningarraski þarna á svæðinu? Vegna einkahagsmuna þeirra?
Þetta er mál sem varðar rammíslenska menningu og menningararfleifð og þekkingu á margvíslegri lífsbjörg á svæðinu, menningu sem enn er lifandi, að hún leggist ekki af og glatist.
Ein nauðsynleg og augljós forsenda fyrir varðveislu byggðar og byggðaþróunar í héraðinu er lagfæring á samgöngukerfinu. Að sjálfsögðu verður að tryggja opnar samgöngur um allt árið. Það gefur augaleið, þó ekki sé nema vegna þess að enginn læknir er þar. Þannig er það fjárveitingavaldi landsins og ráðamönnum til skammar að ekki skuli hafa verið rutt undanfarin ár þegar ófærð hamlar för um landveg norður í Árnes. Kostnaður sem er agnarlítill í samhengi fjárlaga. Betur má ef duga skal og þó löngu fyrr hefði verið. Einnig verður að vera þar til staðar lágmarks verslunarþjónusta og grunnskóli, svo fátt eitt sé nefnt.
Þótt fjárveitingar til fornleifarannsókna, uppgraftar og fleira, hafi að dómi viðkomandi starfstétta ef til vill ekki verið nægilegar gegnum tíðina þá hafa þó verið talsverðar fjárveitingar í þann málaflokk. Maður spyr sig í því sambandi hvort horfin menning sé þá mikilvægari heldur en sú sem enn er lifandi hér á landi. Verður þá fyrst áhugi á menningarsvæði því sem hér um ræðir þegar sú lifandi menning væri horfin og langt um liðið?
Eins og óargadýr inn í samfélag í sárum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2014 | 21:48
Sigurlega mælt hjá Sigrúnu
Vel mælt og góð svör hjá Sigrúnu Magnúsdóttur um brotthlaup meintra framsóknarmanna, sem fóru á harðahlaupum frá ábyrgri samfélagsumræðu.
Ég skil ekki mennina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2014 | 17:13
Á harðahlaupum frá ábyrgri samfélagsumræðu
Segja mætti að sumir, sem sögðust aðhyllast stefnu Framsóknarflokksins og voru skráðir meðlimir flokksins, hafi villst af leið og látið afvegaleiðast af óprúttnum málatilbúnaði andstæðinga flokksins um hafa vænt ýmsa með forkastanlegum hætti um rasisma að ósekju.
Úrsagnir nokkurra þvermóðskufullra félaga úr Framsóknarflokknum, sem er með skýra og manngildisvæna stefnu í mannréttindamálum eins og sjá má á stefnuskrá flokksins og sem áréttuð var á nýafstöðnum miðstjórnarfundi flokksins, eru dæmi um þá öfgafullu þöggun og útúrsnúandi sleggjudóma sem margir hérlendis vilja viðhafa í staðinn fyrir hreinskiptar og uppbyggjandi umræður um innflytjendamálefni í íslensku samfélagi.
Þetta virðast margir gera meðal annars undir yfirskini umburðarlyndis, misskilins, sem í raun jaðrar við helbert dómgreindarleysi. Þeir virðast leitast við að upphefja sjálfa sig sem hreintrúaða mannréttindasinna, en með tilvísun til trúfrelsis umfaðma þeir meðal annars hugsanlega innflytjendur sem aðhyllast hugmyndakerfi undir nafni trúarbragða sem í reynd eru með ramm-pólitíska stefnuskrá, að hluta til mannfjandsamleg eigin trúarlegu lög sem byggja á helgiritum aftan úr grárri forneskju sem urðu til í samfélögum sem voru gjörólík lýðræðislegum samfélögum nútímans; Enda eru sum þessara trúarlaga þeirra í hrárri andstöðu við núgildandi íslensk lög að því er nútímaleg mannréttindi varðar.
Þetta gera þessir að eigin dómi umburðarlyndu menn með til þess gerðum málatilbúnaði, á harðahlaupum á flótta frá pólitískt ábyrgri orðræðu um innflytjendamálefni, í stað þess að taka þátt í umræðu um hvernig samfélag við viljum byggja upp á Íslandi og hvernig samfélag við viljum forðast.
Maður spyr sig hvort þeir ætli sér að ganga svo langt að taka undir hvaða menningarhefðir innflytjenda sem er með opnum örmum í nafni umburðarlyndis og opins fjölmenningarsamfélags jafnvel þótt þær gangi augljóslega í berhögg við íslensk lög og gildi og gegn rótgrónum íslenskum menningarhefðum; Og jafnvel þótt dæmin í nágrannalöndum okkar um slæmt ástand innflytjendamála þar sýni víti afskiptaleysis, sem ber að varast og forðast meðan hægt er.
Segja mætti að þetta sé óskiljanlegur undirlægjuháttur og lítilsvirðing við eigin menningu og hefðir, svo ekki sé meira sagt.
Segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)