Færsluflokkur: Kjaramál

Mikilvægt er að kjósa - Það skiptir vissulega máli

Já, ég ætla að kjósa og nýta atkvæðisrétt minn.

Ef fólk sem hefur hugleitt að sleppa því að kjósa að þessu sinni fer nú samt á kjörstað og kýs þá verður það hluti bylgju sem hefur sannarlega áhrif þegar talningarniðurstöður liggja fyrir.

Allir sem kjósa hafa áhrif. Það er óhjákvæmilegt í þessu lýðræðislega samfélagi okkar Íslendinga og takk fyrir það. Ég ætla að kjósa!


mbl.is Framsókn stærri en Miðflokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég ætla að kjósa"

Vitið þið hvað? Ég ætla að kjósa í alþingiskosningunum 28. október 2017 og nýta þar með lýðræðislegan rétt minn!
Nú, jæja, en hvers vegna? Með aðeins eitt atkvæði í öllu hafi mögulegra kjósenda!?!
Og hvaða gagn hef ég nú af því? Eða þú fyrir þitt leyti ef þú kýst?

Ja, það eru margir sem hugsa á svipuðum nótum og við, hver út af fyrir sig, og ef við drífum okkur á kjörstað þá erum við orðin að hóp sem um munar. Þar með hefur vilji okkar og viðhorf í þeim hópi öðlast tilsvarandi vægi.
Það hefur sín áhrif, og þeim mun meiri eftir því sem fleiri nýta kosningarétt sinn.
Við þurfum bara sem flest að taka þátt og kjósa í samræmi við hug okkar og hjarta, í einlægni. Það góða við það er að enginn sér hvað við kjósum í kjörklefanum. Og við þurfum ekki að segja öðrum frá því hvað við kusum.

Alveg er þetta magnað að búa í lýðræðisþjóðfélagi eins og okkar á Íslandi og geta þess vegna lagt lóð á vogarskálar um val á fólki og stefnu við stjórn landsins; í samræmi við okkar skoðun hvers um sig.
vera þá með í því að velja þingmenn og þjónustulið til þjónustu við okkur almenning í dreifbýli sem þéttbýli og til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir á heilsusamlegan hátt. Og svo getum við ávallt haft samband við þingmenn „okkar“ til að halda þeim við efnið að kosningum loknum. Frábært!


mbl.is Kafað ofan í kannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuvernd ríkisstarfsmanna

Þessi breyting á starfskjörum ríkisstarfsmanna sem boðuð er í umræddu frumvarpi varðar hreinlega kröfu um sömu mannréttindi fyrir allt launafólk. Breytingin er því nauðsynleg.

Í greinargerðinni með frumvarpinu segir m.a.:
"Rökin fyrir hinni sérstöku vernd í starfi sem ríkisstarfsmenn njóta hafa einkum verið þau að nauðsynlegt sé að ríkisstarfsmenn geti sinnt starfsskyldum sínum án þess að þurfa að óttast það að valdhafar á
hverjum tíma beiti hann þrýstingi sem kunni að leiða til þess að starfsmaður telji sig óöruggan í starfi eða komist að rangri niðurstöðu í málum til að þóknast valdhöfum hverju sinni."

Þessi rök geta átt við um allt launafólk alls staðar í atvinnulífinu, ekki einvörðungu ríkisstarfsmenn. Til dæmis varðandi eineltismál stjórnenda í fyrirtækjum eða öðrum opinberum stofnunum gagnvart einhverjum starfsmanni eða hugsanlegar breytingar á viðhorfum yfirmanns þar gagnvart tilteknum starfsmanni eða starfsmönnum við mannabreytingar í stjórnunarstöðum.
Hvers vegna ætti að vernda ríkisstarfsmenn og störf þeirra sérstaklega fremur en almenna starfsmenn hjá einkafyrirtækjum og sveitarfélögum? Er það ekki klárlega brot á almennri jafnræðisreglu gagnvart þegnunum þar sem sömu lög skulu yfir alla ganga með sama hætti?

Burt með þessi sérréttindi ríkisstarfsmanna og önnur slík sem kosta og kostað hafa ríkið og þar með skattgreiðendur stórfé!


mbl.is Auðveldar uppsagnir hjá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntunarstefna og atvinnulíf

Mikið ósamræmi er milli menntunarstefnu og/eða áherslna í annars vegar framboði á menntunarleiðum og tilsvarandi eftirspurn og hins vegar þróun á atvinnumöguleikum eftir starfstegundum.
Aragrúa af fólki er hleypt inn á alls konar námsbrautir á háskólastigi þar sem aðeins brot af fjölda útskrifaðra nemenda mun fá störf við hæfi, þ.e. þeirra sem ekki munu detta út úr námi sökum vangetu, áhugaleysis eða annars; Með tilheyrandi sóun kostnaðar bæði í skólakerfinu sökum brottfalls nemenda og hjá viðkomandi einstaklingum eftir námskostnað sem nýtist síðan ekki til viðkomandi starfa.

Yfirvöld menntamála hafa staðið sig illa í því að kortleggja vænta þörf atvinnulífsins, m.a. með hliðsjón af stefnu hins opinbera í atvinnuuppbyggingu, fyrir hinar ýmsu tegundir starfa og aðlaga framboð á menntun, námstegundir og fjölda einstaklinga, með hliðsjón af því.
Hér er þörf á raunsærri og hagkvæmri menntunarstefnu þar sem einstaklingar eru leiddir eins og mögulegt er eftir hæfni þeirra og áhuga inn á rétta braut í náms- og starfsvali eins snemma í skólakerfinu og unnt er.

Til hvers er verið að mennta ótölulegan fjölda einstaklinga á einhverju sviði þar sem vitað er að aðeins brot af þeim fær störf á því sviði að námi loknu? Væri þeim fjármunum ekki betur varið í t.d. uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samkeppnishæfum launum fyrir heilbrigðisstarfsfólk, hvert á sínu sviði?


mbl.is Háskólamenntun líkist stúdentsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli vítahringurinn

Áttu launþegasamtökin sem búin eru að semja um miklar hækkanir alls ekki von á að svona myndi gerast hjá vinnuaflsfrekum fyrirtækjum sem ekki hafa borð fyrir báru? Að hækkuðum launakostnaði yrði velt út í verðlagið?

Skjólstæðingar hinna hörkusnjöllu verkalýðsleiðtoga hjá hinum kræfu heildarsamtökum mega svo búa sig undir hækkun verðtryggðra lána sinna og afborgana af þeim í kjölfarið. Þakki þeim sem þakka ber.

Þau launþegasamtök sem eiga eftir að semja geta svo bætt um betur og rekið smiðshöggið á verðhækkanabylgjuna sem vænta má ef áfram verður haldið á braut óraunhæfra samninga sem mörg fyrirtæki standa ekki undir að óbreyttu.

Óraunhæfar hækkanir hjá ríkisstarfsmönnum munu svo vissulega skila sér í einhverri lækkun ráðstöfunartekjum þeirra með hækkun skatta í kjölfarið. Slæm hliðarverkun þess er að þær skattahækkanir munu  bitna á öllum launþegum og bótaþegum landsins. Einnig atvinnulausu fólk sem þó bíður í biðröðum eftir að taka að sér viðkomandi störf, jafnvel fyrir núgildandi laun. (Þetta á að vísu ekki við um starfsfólk í heilbrigðisstéttum þar sem skortur er eða getur orðið á starfsfólki sökum samkeppni við útlönd).

Það mætti halda að forystufólk heildarsamtaka launþega þekki ekki til fortíðarinnar í þessum efnum, eða skilji ekki hvað þar er um að ræða eða kæri sig kollótt um afdrifaríkar afleiðingar svona vinnubragða.

Hvað hefði ef til vill getað komið í veg fyrir þennan gamalkunna vítahring, víxlhækkanir launa og verðlags?

Vinnustaðasamningar þar sem samið er á hverjum vinnustað eftir efnum og aðstæðum viðkomandi fyrirtækis.

Einnig er mikið eftirlit með verðlagi nauðsynlegt ásamt tilsvarandi vel auglýstum upplýsingum um þau fyrirtæki sem hækka verð í kjölfar kjarasamninga; Til að skapa þarft aðhald.


mbl.is Hækkanir velta út í brauðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheildstæð hagstjórn?

Í þeim tilgangi að sporna við þenslu í hagkerfinu væri nær að beita fjármálastjórn ríkisins í gegnum skatta- og bótakerfið og útgjaldastefnu í stað vaxtahækkana, ef raunverulegur tilgangur vaxtahækkana er að verjast væntri þenslu í hagkerfinu eða tilraun til að koma í veg fyrir of mikla þenslu.
Ef eitthvað ýtir undir verðbólguvæntingar og verðbólgu þá eru það stýrivaxtahækkanir Seðlabankans, en með þeim segist hann aftur á móti leitast við að slá á verðbólgu!

Með slagkröftugum tækjum fjármálastjórnar ríkisins er hægt að minnka umsvifin í hagkerfinu með því að auka tekjur ríkisins og/eða draga úr útgjöldum þess, sem kæmi ríkissjóði beint til góða og þar með öllum almenningi óbeint til góða til örlítið lengri tíma litið þar sem ríkið gæti varið auknum fjármunum sem það hefði þá yfir að ráða t.d. til lækkunar á skuldum ríkisins.
Vaxtahækkanir koma hins vegar fyrst og fremst bankakerfinu og fjármagnseigendum beint til góða jafnframt því að draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga/heimila, sérstaklega skuldsettra einstaklinga, og auka kostnað skuldsettra fyrirtækja og dregur þar með úr hvata til atvinnusköpunar og eykur hættu á atvinnumissi einhverra.

Á sama degi og Seðlabankinn tilkynnir umtalsverða vaxtahækkun með þeim rökum að hún sé ætluð sem mótaðgerð við vænta þenslu í hagkerfinu birtist frétt af fjármálaráðherra, formanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um skattalækkanir!
Með þessu móti væru stefnur Seðlabankans og fjármálaráðherra gagnverkandi. Segja mætti, með einfölduðum hætti, að sá kokteill feli í raun í sér tilfærslur á fé frá ríkinu og einstaklingum og fyrirtækjum, gegnum einkageirann, til bankakerfisins og fjármagnseigenda.
Þetta er þverstæðukennt og leiðir til spurninga um hvort slík víxlverkun sé skynsöm og réttlát hagstjórn á heildina litið fyrir þegna þessa lands.


mbl.is Hækka stýrivexti bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn frekari rök fyrir vinnustaðasamningum

Í meðfylgjandi frétt koma fram auðvituð rök hjá talsmanni launþega sem beinlínis undirstrika rökin fyrir því að gerðir séu vinnustaðasamningar þar sem hvert fyrirtæki semur við sína starfsmenn á sínum forsendum og viðkomandi starfsmanna; í stað þesss að láta miðstýrð heildarsamtök ráða áframhaldandi verkfallsaðgerðum sem á grunni óskynsamlegra himinhárra launahækkanakrafna munu mjög líklega ef að þeim verður gengið leiða til öfgakenndra víxlhækkana launa og verðlags öllum til skaða nema lánveitendum verðtryggðra lána.


mbl.is Hræðsluáróður og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnustaðasamninga í stað hryðjuverkandi verkfalla

Óviðunandi ástand hefur skapast vegna stéttaverkfalla í tengslum við veruleikafirrta miðstýrða kröfugerð heildarsamtaka launþega. Er það eins og við var að búast. Afleiðingar verkfalla eru hliðstæðar afleiðingum hryðjuverka þar sem þriðji aðili er fórnarlamb deilna.
Hér liggja hráefni og afurðir innlendra framleiðslufyrirtækja undir skemmdum og sölusamningar til útlanda eru í hættu. Innan heilbrigðiskerfisins er velferð og jafnvel líf fólks í hættu.

Vinnustaðasamningar kæmu í veg fyrir svona vitfirringu. Þá gætu atvinnurekendur samið við starfsfólk sitt eftir efnum og ástæðum á hverjum stað og með hliðsjón af framboði og eftirspurn á öllum framleiðsluþáttum, bæði á hráefni, afurðum og starfsfólki.

Þetta á einnig við um opinbera starfsmenn.

Laun opinberra starfsmanna ættu að taka mið af launum og kjörum í einkageiranum, líkt og fyrirkomulag kjarasamninga er í Noregi og Danmörku, en ekki fara eftir möguleikum opinberra starfsmanna til gíslatöku. 

Einkageirinn og almenningur borgar laun opinberra starfsmanna. Launahækkanir hjá hinu opinbera kalla á hækkun skatta í einhverju formi sem launþegar og fyrirtæki í einkageiranum borga á endanum.
Fyrirtæki velta auknum kostnaði sínum að einhverju eða öllu leyti út í verðlagið, en allir íbúar landsins borga fyrir það. Þar að auki borga þeir sem skulda verðtryggð lán drjúgt þar til viðbótar vegna afleiddrar aukinnar verðbólgu.

Bregða verður böndum á vitfirringu víxlverkandi hækkun launa og verðlags eins og nú stefnir í. Íslendingar hafa fengið miklu meira en nóg af slíkum trakteiringum í marga áratugi - eða hvað?


mbl.is 500 tonn af kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar launþegaforystan hamfaraleið með almenning?

Erfitt er að skilja á hvaða vegferð forystufólk launþega er þegar það er að teyma umbjóðendur sína út í forað öfgakenndra víxlhækkana launa og verðlags, sem er þrautreynd hamfaraleið fyrir almenning um áratuga skeið. Ekki síst skuldara verðtryggðra lána, bæði heimili og fyrirtæki.

Ég get tekið undir orð aðalhagfræðings Seðlabankans þar sem hann segir hið augljósa um afleiðingar innistæðulausra almennra ofur-kauphækkana, og launþegaforystan ætti að skilja og verður að skilja og gaumgæfa. Hann segir:

„Þeir sem koma verst út úr þessu eru þeir sem eru með lág laun vegna þess að þeir verða fyrst­ir til þess að missa vinn­una. Ég skil ekki hvaða hags­muni er verið að verja í þess­ari bar­áttu“.

Ekki er nema von að spurt sé.

Þeir sem eru með lág "laun" eru þeir lægst launuðu sem hafa þó atvinnu, en ekki síst það fólk sem er atvinnulaust eða á bótum eða félagsaðstoð, öryrkjar og lífeyrisþegar.
Þetta fólk verður um leið verst úti vegna beinna áhrifa hækkandi verðlags. Þeir sem þar að auki skulda verðtryggð lán fá svo í "kaupbæti" neikvæðan "bónus" í formi stórhækkaðs lánskostnaðar. Hvernig í ósköpunum færi fyrir þessu fólki? Og hefur það nú erfitt í lífsbaráttunni eins og er.
Atvinnulífið fær sinn skerf af verðbólgunni í formi hærri rekstrarkostnaðar sem auk launahækkana verður að einhverju eða öllu leyti velt út í verðlagið. Þetta verkar þar að auki hamlandi á atvinnuframboð. 

Þetta er gjörþekkt sviðsmynd hérlendis af reynslunni af undangengnum verðbólguáratugum. Að hámenntað og vel greint fólk ætli að fara þessa vitfirringslegu leið með almenning og efnahagslíf er óskiljanlegt og nær engri átt.

Fólk í hópi samningsaðila sannar ekki hæfni sína með óábyrgri heift í skugga verkfallshótana sem leiðir til þekktrar kollsteypu, heldur með skynsemi sem stuðlar að viðvarandi og vaxandi kaupmætti.


mbl.is „Hvaða hagsmuni er verið að verja?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgið! - eða aðrir munu hafa verra af!

Það er bókstaflega meingallað kerfi sem heimilar fólki í kjarabaráttu sjálfra sín vegna að leggja líf annarra beinlínis í hættu við það, eins og í þessum tilvikum varnarlausa sjúklinga sem ekki eru viðsemjendur í kjaradeilu BHM við ríkið.

Þetta er ekkert annað en gíslataka þar sem vopni er beint að varnarlausum gíslunum og þeir jafnframt notaðir sem mannlegir skildir.

Fólkinu, sem er fulltrúar samningsaðila á þessum óviðeigandi vígvelli, mun þó ekki sjálfu blæða.

 


mbl.is Ekki hægt að tryggja öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband