Afsögn Ögmundar er gagnslaus nema hann fari alla leið

Er bara einn stjórnarþingmaður (tveir, að Guðríði Lilju meðtalinni) sem stendur í því að benda á óréttlætið, sem stórþjóðirnar með fulltingi Aljóðagjaldeyrissjóðsins og ESB sýna Íslendingum, við erlenda fjölmiðla.
Er bara einn sem þorir og nennir að tala máli íslensku þjóðarinnar út á við á vettvangi þar sem eftir er tekið til að verja hagsmuni almennings og segja kúgurunum til syndanna?

Reyndar má spyrja hvar Ögmundur stendur eiginlega núna í pólitíkinni eftir að hann sagði af sér í ráðherraembætti. Þarf hann ekki að taka afstöðu gegn ríkisstjórninni alfarið ef gagnrýni hans á klúðursmeðferð hennar á Icesave-málinu á að fá virkilegan slagkraft?

Það breytir litlu í reynd fyrir ríkisstjórnina og þjóðina ef afleiðingin af afsögn Ögmundar sem ráðherra er aðeins mannabreyting í því embætti. Hann verður að hætta stuðningi sínum við þessa ríkisstjórn til að öðlast trúverðugleika og vægi!
Annars er hetjuleg afsögn hans til að mótmæla Icesave-málsmeðferðinni gagnslaus! Því miður!

Það virðast vera margir sem myndu fylkja sér um Ögmund og réttlætismiðaða stefnu hans og viðhorf ef hann tæki það skref. Stór hópur fólks með slík viðhorf og skarpa afstöðu gegn klúðursmeðferðinni á Icesave-málinu og útrásinni til ESB bíða eftir að fá reyndan og trúverðugan leiðtoga. Hinn hræsnislausi og réttsýni hluti almennings hlyti að taka fagnandi áskorun og kalli slíks leiðtoga er byði sig fram til að vera í fararbroddi í baráttu til frelsis undan óréttmætu oki af hvers kyns tagi og til nýrrar sóknar á forsendum auðlinda lands og þjóðar. Hann er líklega tilbúinn að "rísa á fætur".


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband