Samfylkingarmaður mælir fyrir úreltri lausn

Það er með ólíkindum þessi málflutningur Krisjáns L. Möllers fyrrv. ráðherra, þingmanns Samfylkingar; sem og annarra sem tala í sama dúr og hann um staðsetningu nýs landsspítala.

Haft er eftir Kristjáni í umræðum á Alþingi um Samtök um Betri spítala á Betri stað: "Ég hef gagn­rýnt mjög þessi sam­tök fyr­ir að fara svo seint af stað með þessa and­stöðu sína þar sem búið er að taka þessa ákvörðun af fag­fólki sem ég styð vegna þess að ég tel að þau hafi best vit á því að ákveða þetta." !!

Hjá Samtökum um Betri spítala á Betri stað hafa komið fram töluleg rök með tilheyrandi efni sem sýna fram á að hagkvæmara væri að reisa nýjan spítala frá grunni á betri stað en við Hringbraut með tilheyrandi bútasaumi þar. Jafnvel á skemmri tíma heldur en áformaður bútasaumurinn við Hringbraut myndi taka; og heldur ekki með því raski og hávaða og mengun sem yrði á svæði gamla spítalans meðan á framkvæmdum stæði. - 
Á þessi rök vill þingmaður Samfylkingar ekki hlusta, heldur á gömul úrelt rök sem eiga ekki við lengur. Þingmaðurinn reynir svo í þokkabót að gera gys að Frosta Sigurjónssyni þingmanni Framsóknarflokksins fyrir að mæla með betri lausn sem er hagkvæmari fyrir ríkissjóð og betri fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og þar að auki nær þungamiðju íbúabyggðar á höfuðborgarsvæðinu og á krossgötum megin umferðaræða.

Það ætti að vera augljóst á ofangreindu að ef gera ætti lítið úr málflutningi einhvers í ofangreindri umræðu, og harma, þá er það ekki hjá Frosta Sigurjónssyni, sem er réttilega fylgismaður þess sem sannara reynist.

 


mbl.is „Vil hafa það sem sannara reynist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta snýst helst um það að búið er að bruðla með 10 milljarða í hönnun og vangaveltur um byggingu og byggingarstað sem séð var í upphafi að væri klúður. Það þolir samfylkingin ekki að viðurkenna.

það er ekkert nýtt við gagnrýni á þessa staðsetningu. Hún var hávær frá fyrsta degi, en ekki á hana hlustað heldur ruðst áfram. Nú hefur nákvælega sama gagnrýni verið sett skipulegar fram en áður og gerðar tillögur að betri staðsetningu. Það er allt.

Stjáni og co eru með kleprana upp á bak í þessu sem oft áður. Samfylkingin hefur alltaf treyst á skammtímaminni landans og vonað að óánægjuraddir hjaðni með tímanum. Þessvegna hafa þeir alltaf látið mótmæli sem vind um eyru þjóta.

hvernig væri að leyfa okkur að kjósa um þetta. Þeirr eru jú svo æstir í að leyfa þjóðinni að tala. Allavega á tyllidögum. Kannski er það lýðskrum eftir allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2015 kl. 17:20

2 Smámynd: Aztec

Ég er algjörlega sammála Frosta og efasemdarmönnunum í þessu máli. Fjölmargir staðir í borginni eru ákjósanlegri en við gamla spítalann. En hvort sé hægt að kenna Samfó alfarið um veit ég ekki um þetta klúður.Því að heimskulegasta vegaframkvæmd Íslandssögunnar, þ.e. að leggja 500 metra hraðbraut með flöskuhálsum í sitt hvorum endanum til að gera pláss fyrir nýjum spítala. Þetta kostaði 1 milljarð sem var gefið í þetta afstyrmi, meðan Sjálfstæðisflokkurinn var bæði í ríkisstjórn og með meirihluta í borginni. Og hvað hefur unnizt við þessa framkvæmd: Nákvæmlega ekki neitt nema tafir og ringulreið í umferðinni.

Það eru mörg dæmi um svona skipulagsklúður, ekki bara hér á landi, þar sem hefur verið farið með báli og brandi og byggt eitthvað algjörlega misheppnað fyrir luktum tjöldum, bara svo að það yrði rifið fáum árum síðar eftir áralöng mótmæli. Kristján Möller vill fylgja lögmáli Murphy's: "There's never time to do things right from the start, but always time to do things over", á meðan Frosti velur skynsemina og tileinkar sér hina gullnu reglu gæðastjórnunar: Að gera hlutina rétt, þótt það taki lengri tíma. 

- Pétur D.

Aztec, 3.11.2015 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband