Kamelljón kemur í ljós

Bankasýslan var sett á laggirnar til að annast mikilvæg málefni í fjármálum ríkisins þar sem ekki þótti við hæfi að ráðherra færi með þau á pólitískum forsendum hverju sinni. Bankasýslan skyldi réttilega vera skipuð fagfólki og taka ákvarðanir í umsýslu sinni um eignarhluti ríkisins á faglegum forsendum og með þjóðhagslega hagvæmni og heildarhagsmuni að leiðarljósi.

Nú er komið í ljós að bæði starfandi fjármálaráðherra, sem þó skipaði sjálfur í stjórn Bankasýslunnar, og fjöldi þingmanna bæði í liði ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu, gagnrýnir að hennar mati faglega ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar um ráðningu forstjóra hennar, þrátt fyrir faglegan rökstuðning stjórnarinnar. Sú gagnrýni byggist því greinilega á pólitískum skoðunum viðkomandi aðila og mati þeirra á forstjórakandidatinum á þeim forsendum.

Það virðist því nokkuð ljóst að rekstrarforsendur Bankasýslunnar að því er stjórn hennar og ráðstafanir varðar hafa verið yfirskinið eitt; Alltaf hafi átt að ráða ráðum út frá pólitískum sjónarmiðum stjórnvalda fremur en faglegum. Þess háttar skollaleikur átti að heita liðin tíð eftir bankahrunið. Stjórn Bankasýslunnar hefur samkvæmt þessu misskilið hlutverk sitt frá upphafi, en í góðri trú á grunni formlegrar starfslýsingar, og fyrst nú gert sér það ljóst. Þá sagði hún náttúrulega umsvifalaust af sér, eðli málsins samkvæmt.

Við hljótum að kalla eftir því að stjórnvöld og komi fram eins og þau eru klædd, en ekki eins og kamelljón með tilheyrandi sóun fjármuna. Hið sama á við um Alþingismenn almennt.

Eða, hanga einhver fleiri atriði á spýtunni sem almenningur veit ekki og má ekki vita um að mati stjórnvalda en skipta sköpum í þessu máli til betri vegar fyrir almenning, t.d. þjóðhagslega séð? 


mbl.is Páll tekur ekki starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta ferli er bara í alla staði allt hið ömurlegasta pólitíkusunum til háborinnar skammar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jebb! Kamelljónin virðast leynast í flestum eða öllum röðum þingmanna.

Og, "ginningarfíflin" er ekki bara að finna í fráfarandi stjórn Bankasýslunnar, heldur einnig líklegast meðal þorra þjóðarinnar eða þeirra sem ekki eru innri koppar í búrum stjórnmálaflokka og þingmannaliði.

Kristinn Snævar Jónsson, 25.10.2011 kl. 20:19

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef uppkemur reglustýringar galli hjá stjórnsýslunni í t.d. í fjármálageira, þá íhlutast viðkomandi Ráðherraembætti og lætur semja nýja reglugerð eða löggjöf. Þetta gengur vel upp utan Íslands. Því fyrr því betra.

Júlíus Björnsson, 26.10.2011 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband