Brown bendir á lausn Icesave-málsins fyrir Íslendinga

Haft er eftir Brown í ræðu hans á ársþingi flokks síns, "að sumir telji að almenningur þurfi að borga fyrir mistökin sem bankamenn gerðu." Brown segir síðan skoðun sína á því hvernig bregðast skuli við því, þannig: „... breskur almenningur á ekki að borga fyrir bankana. Nei, bankarnir eiga að borga breskum almenningi til baka,.." !

Er það ekki einmitt hliðstæða þessa sem gera ber á Íslandi?: Að íslenskur almenningur á ekki að greiða fyrir mistök manna í bankakerfinu! Á það hef ég bent í fyrri pistlum.

Þar voru íslensku einkabankarnir samt ekki einir að verki. Þeir nutu fulltingis og hjálpar erlendu bankanna sem lánuðu þeim fé til gjörninga sinna. Íslensku einkabankarnir hefðu ekki getað gert þennan óskunda gagnvart íslensku efnahagslífi með ábyrgðarlausu lántökum sínum og lánveitingum ef þeir hefðu verið einir að verki. Um það hef ég rætt í fyrri pistli um gerendur í bankahruninu.

Er ekki augljóst að hinir erlendu lánveitendur þeirra eru samsekir í þeim skaða sem bankarnir hafa valdið íslenskum almenningi? Þeir máttu vita hversu hæpin lánin voru þegar skuldsetning íslenska bankakerfisins var orðin margföld landsframleiðslan á Íslandi. Má ekki halda því fram að þeir hafi vitandi vits gert þetta af ásettu ráði? Á Ísland þá ekki skaðbótakröfu á erlendu bankana?! - Eða, hvers vegna héldu erlendu bankarnir áfram að lána þeim íslensku?


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband