Ekki algjört greiðsluverkfall, en halda áfram að greiða m.v. stöðu lána fyrir hrun?

Það er alveg bráðnauðsynlegt að fara þá almennu leið að endurstilla verðbótaútreikninginn á lánum til baka til þess tíma um það bil er lánskjaravísitalan (neysluvísitalan) var að hefja sig til flugs snemma árs 2008, þegar krónan var farin að veikjast alvarlega og verðbólgan að snaraukast frá því sem áður var. Ég ræddi um þetta í pistli í gær, vegna greinar sem Júlíus Sólnes ritaði í Morgunblaðið í gær. Í samræmi við þessa endurstillingu yrðu reiknaðar verðbætur frá þessum tíma og til dagsins í dag bakfærðar. Þetta eru bara tölur í tölvu. Engin viðbótareign hefur verið afhent lántakendum, aðeins bætt við skuldir þeirra sem forsendubrestinum nemur. Þess vegna væri ekki verið að taka peninga frá lánveitendum, aðeins lækka eftirstöðvar sem ofteknum verðbótunum nemur.

Að reikna verðbætur ofan á höfuðstól lánanna eftir að þessi forsendubrestur átti sér stað, og sem stigmagnaðist við bankahrunið s.l. haust, er óverjandi óréttlátt og ósanngjarnt. Það lýsir sér hreinlega eins og glæpsamlegu athæfi að hækka eftirstöðvar lána í takt við vísitöluna samtímis því að hækka eignir lánveitendanna sem því nemur.
Þetta hef ég fjallað um í öðrum pistli um það hvernig þeir sem skulda lán eru látnir hjálpa þeim sem eiga fé.

Í stað þess að fara í greiðsluverkfall, eins og fólk hefur verið að hóta samkvæmt fréttum og hér er til umræðu, þá væri ef til vill skynsamlegra og skárra fyrir fólk að halda áfram að greiða af láninu, með fyrirvara, miðað við stöðu lánsins á fyrri hluta ársins 2008 eða þann tímapunkt sem sanngjarnt væri að miða við. Sumir hafa bent á 1. janúar 2008. Með því móti væru lántakendur að sýna vilja sinn til að standa við upphaflegar forsendur eins og þær voru er lánið var tekið í hverju tilviki.


mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband