"Marshall-aðstoð" vegna Icesave - Ábendingar Evu Joly að virka

Það er fagnaðarefni að sjá þessi viðbrögð hins virðulega breska viðskiptablaðs. Ekki er annað að sjá en að þarna komi fram ýmislegt af þeim rökstuðningi sem Eva Joly bar fram til varnar Íslandi og íslenskum almenningi. Þökk sé henni!

Þetta sýnir að samræður í ýmsu formi eru fremur fallnar til þess að ná árangri í svona málum heldur en þögn. Þögn virðist einmitt hafa verið helsta baráttutækið sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur beitt til varnar landi og þjóð í þessu máli. Sú "herkænska" hefur ekki virkað. Með þeirri þögn átti að knýja Alþingi til að samþykkja óskiljanlega háan skuldabagga án þess að fyrir liggi lagalega hver greiðsluskylda Íslands er í þessu máli og í stað þess að gera Bretum og Hollendingum og öðrum hagsmunaaðilum málsins grein fyrir hvernig raunveruleg staða Íslands yrði undir þeim klyfjum; og þar með gagnvirk áhrif fyrir þá sjálfa.
Hvað raunverulega skýrir þessa þögn stjórnvalda verður fróðlegt að heyra um, en það er önnur saga.

Það er athyglivert að í umræddri grein FT örlar á rökstuðningi og skilningi sem lá að baki hinni svokölluðu Marshall-aðstoð sem Bandaríkjamenn veittu stríðshrjáðum Evrópuþjóðum eftir seinni heimsstyrjöldina til uppbyggingar á innviðum og efnahag landanna. Þeir gerðu sér grein fyrir því að viðskiptalega séð var það góð "fjárfesting" sem gagnaðist einnig þeim sjálfum betur til lengri tíma litið en að hafa Evrópulöndin rjúkandi rústir og óviðiunandi ósjálfbjarga um langan aldur.

Efnahagskerfi þjóðanna er samtvinnuð heild og brestur í mikilvægum hlekk eins og Íslandi hefur víðtæk áhrif að mörgu leyti, bæði efnahagsleg, stjórnmálaleg og fleiri áhrif. Í því sambandi minni ég á pistil minn þar sem mikilvægi auðlinda Íslands er sett í samhengi við umheiminn.


mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

Mmm........Maybe slightly different. The British paid back every penny of the Marshal aid.........Wide spread rationing and very difficult times after the war.....The money was spent on war material and essensial food. Not on jeeps, 3.5 ton ranch waggons, mobile homes. Trailer tents, quad bikes, bigger newer homes, summer houses etc......   Maybe I am wrong....but I think your Government is entirely to Blame....Can you imagine how your Nation would have reacted if the UK Government had shut down Icesave....You would have been yelling and screaming "Kugun"...........The UK Government  gave warnings time and time again, but all they got back was.......The UK are only jealous of how we (the icelandic nation) is succesful......Your president said "You ain´t seen nothing yet"...Well we have seen it allnow....You need to make up your minds.....Are you a big influential Nation or, as you claim now, just a tiny poor nation that everybody is picking on.........

Eirikur , 12.8.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband