Ókeypis náttúruparadís liggur undir skemmdum

Þessu verður að breyta þar sem svona háttar til, eins og lýst er í meðfylgjandi frétt um slæma umgengni og sóðaskap í einni af náttúruparadísum Íslands.
Tekjur verða að fylgja tilkostnaði. Sá sem ber kostnað af ferðamannastraumi ætti að njóta tilhlýðilegra tekna fyrir.

Ég spyr ágæta og greiðuga landeigendur Hreðavatnslands hvort þeir hafi íhugað að stofna t.d. "Sveitagarð" með einhverri ferðavænni aðstöðu sem þeir síðan gætu haft einhverjar tekjur af til að fjármagna aðstöðu og eftirlit, hliðstætt og eigendur Bláa lónsins hafa gert þar. Þar kemst enginn inn nema þeir sem kaupa sér aðgang að því sem þar er í boði - og fuglinn fljúgandi.

Það er t.d. skömm hópferðafyrirtækja að hagnýta sér þessa aðstöðu án þess að greiða fyrir.
Fyrir utan frábært og fallegt landslag og gróðursælt unaðslegt umhverfi þarna, sem indælt er að ganga um niður að fossinum Glanna og lautarferðastaðnum Paradísarlaut, þá hafa landeigendur látið reisa flottan útsýnispall ofan við fossinn Glanna á sinn kostnað. Fyrir utan annað er hægt að fylgjast þar með löxunum undir fossinum og stórlöxunum á árbakkanum neðar. Mér skilst að landeigendurnir hafi fengið einhverja hungurlús í styrk frá hinu opinbera upp í framkvæmdina á sínum tíma og er það allt og sumt.
Þarna kemur sægur hópferðabíla og ferðafólks á einkabílum daglega yfir allt sumarið og meira en það þannig að oft myndast örtröð á bílastæðinu sem er við golfskála Golfklúbbsins Glanna (GGB). Golfskálinn býður einnig upp á þrifalega salernisaðstöðu sem opin er allan sólarhringinn. Þar er notendum þó í sjálfs vald sett hvort þeir leggi fram einhverja aura fyrir aðstöðuna og fá skálaeigendur þannig lítið fyrir sinn snúð. 

Langlundargeð forráðamanna svæðisins við Glanna í Hreðavatnslandi er aðdáunarvert. Vonandi verður dásamlegt umhverfið þarna ekki skemmt með óhóflegum átroðningi vegna hinna frjálsu ókeypis afnota og eftirlitsleysis.
Þetta á náttúrulega við um aðrar náttúruparadísir þar sem svona háttar til.


mbl.is Slæm umgengni og sóðaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband