Um aðferðir við móttöku flóttamanna

Einkar forvitnilegt og athyglisvert viðtal er í Morgunblaðinu í dag, sunnudaginn 20.9.2015 bls. 42-43. Það er við íranska unga konu Nazanin Askari í tilefni sýningar sem sett hefur verið upp í Tjarnarbíói og ber nafn hennar. Sýningin fjallar um sögu hennar tengt flótta hennar frá heimalandinu 2009, vegna pólitískra skoðana hennar sem féllu í grýttan jarðveg hjá ráðamönnum í Íran, og komu hennar til Íslands í kjölfarið og veru hennar hér síðan. - Margt fróðlegt kemur fram í viðtalinu. Hér eru dregin fram nokkur atriði. 

Sökum ofsókna stjórnvalda í Íran gegn foreldrum hennar og samanburðar við Vesturlönd fannst henn lengi vel að trúin, íslam, væri meginástæðan fyrir kúgandi stjórnmálaástandinu sem hefur "sent Íran langt aftur í aldir", en komst um síðir að þeirri niðurstöðu fyrir sína parta að þar réði mestu um sjálf stjórnvöldin sem væru einfaldlega vondir menn sem noti trúarbrögðin sem tæki í pólitískum tilgangi og skáki í því skjóli. Enda er lærdómur hennar á þeim grunni sá að aldrei skuli blanda íslam saman við pólitík. - Það ætti að vera flestum kunn sannindi í ljósi reynslu nágrannalanda okkar í Evrópu af íslömskum hópum sem leitast við að halda í m.a. öfgakenndar íslamskar kennisetningar sem sumar hverjar brjóta algjörlega í bága við lýðræðisleg landslög.

Um móttöku á flóttamönnum til Íslands hefur hún nokkur góð ráð að gefa íslensku þjóðinni (bls. 43):
"Þeir eru ekki allir menntaðir, og illa upplýstir flóttamenn geta verið meinsemd í samfélaginu... Gera þarf þá kröfu til flóttamannanna að þeir læri að skilja og virða menningu þjóðarinnar sem tekur við þeim, þar með talin trúarbrögð.
Til þess að tryggja þetta þurfi íslensk stjórnvöld að koma upp kerfi sem allir flóttamenn sem hingað koma eru skyldugir að fara í gegnum. Það er að segja, menntum þá fyrst, hleypum þeim síðan út í samfélagið. Þannig má komast hjá árekstrum í framtíðinni, eins og Norðmenn eru að glíma við núna. Ef öfgamúslímum er hleypt inn í landið án athugasemda eða viðeigandi ráðstafana gæti Ísland orðið annað Íran. Hver kærir sig um það?"

Það er um að gera að taka þessum góðu ráðum Nazanin, sem byggjast á hennar eigin reynslu, opnum örmum. Ekki satt?


mbl.is Taka verði heildstætt á vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Heldurðu að alþingismenn, sem glaðir láta ESB kúga sig til hlýðni, muni skilja þetta? Það held ég ekki. Islam er meinsemd, krabbamein sem þyrfti að uppræta í hvívetna, en vinstraliðið sem vill fá sem flesta múslíma án þess að það sé síað frá lokar augunum fyrir því að það gengur einfaldlega ekki upp. Það er rétt hjá Nazanin að fæstir hafa neina menntun, en ég vil ganga lengra og segja, að engir arabar hafa neina alvöru menntun frá heimalandinu og heldur ekki Íranar sem hafa alizt upp í Íran síðan 1979. Þannig að Sýrlendingar og aðrir arabar sem fá hæli á Vesturlöndum gera ekkert gagn, og ef þeir eru róttækir islamistar í þokkabót, þá verða þeir meindýr í þjóðfélagi gestgjafalandsins.

Það er ekki hægt að aðgreina islam og pólítík, því að islam er pólítískt kúgunartæki og Nazanin er bara ein af tugum milljóna kvenna sem eru fórnarlömb þessarar ómenningar. Að vinstrisinnaðir femínistar eru blindar fyrir kynjamisréttinu innan islam er einnig af pólítískum toga: Þær hafa eru svo mikla andúð á Bandaríkjunum og vestrænni menningu að þær hafa gert óvini óvina sinna að vinum sínum. Þetta er kallað pólítísk fávizka þegar það bitnar á þeim sjálfum.

Það hefur komið fram að um 70% af þeim sem ferðast upp í gegnum Evrópu um þessar mundir eru karlmenn án fjöldskyldu og sem ekki eru að flýja frá neinu, stór fjöldi af þeim eru ekki einu sinni Sýrlendingar en eru að notfæra sér ringulreiðina. Þessu fólki á ekki að veita hæli, heldur senda aftur heim til sín.

Rétt er, eins og ríkisstjórnin er að gera að veita hæli nokkrum fjölskyldum, en eingöngu konum og börnum (helzt yazidum sem eru aðal fórnarlömb villimannanna) beint frá flóttamannabúðunum í Líbanon, enda komast þau hvorki lönd né strönd. Alla karlmenn sem birtast á Íslandi og sem segja sig flóttamenn á einfaldlega að henda út aftur með næstu vél/ferju.

Aztec, 20.9.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Aztec

Hér eru tvær greinar frá dönsku blaði, BT, fyrir þá sem vilja lesa á dönsku:

http://www.bt.dk/politik/peter-skaarup-hvorfor-efterlader-flygtningemaend-deres-koner-og-boern-derhjemme

http://www.bt.dk/danmark/11.700-udlaendinge-er-rejst-ind-i-danmark

Í seinni greininni er sagt frá að yfirvöld hafa tékkað og talið 11.700 útlendinga (múslíma) í útvöldum lestum, rútum og bílum sem hafa farið yfir dönsku sýndarlandamærin á Suður-Jótlandi og komið með ferjunum til Rødby. En það sem er merkilegt í greininni er þetta: "Grundet Schengen-reglerne må politiet ikke tjekke alle tog, busser og biler, understreger Rigspolitiet." Þ.e.a.s. skv. Schengen-reglunum hefur lögreglan ekki leyfi til að ekki kanna allar rútur, lestir og bíla". Þess vegna eru þessir 11.700 manns lágmarkstala og gæti þess vegna verið auðveldlega verið 50 sinnum hærri, ef aðeins eru teknar stikkprufur endrum og eins. Síðan þegar búið er að telja múslímana, þá er þeim leyft að halda áfram óáreittir. Svo að til hvers er þá að vera að tékka eitt eða annað? Þetta sýnir hvað Schengen-kerfið er handónýtt.

Hversu stór hluti af þeim ætlar sér að vera í Danmörku er ekki vitað, en líklegast er að meirihlutinn haldi áfram til Noregs og einkum Svíþjóðar sem er á góðri leið að verða islamskt ríki þar sem engar kröfur eru gerðar til múslímskra "flóttamanna".

Í annarri grein segir að formaður DF leggur til að Danmörk greiði 1,1 milljarð króna (um 21 milljarð ísl. kr.) til að hjálpa flóttamönnum í búðunum í nágrannalöndum Sýrlands. Og segir: »De mennesker i lejrene kommer til at sulte. De, der kommer herop med tog og taxaer, beder som noget af det første om strøm til deres iPhones".

Aztec, 20.9.2015 kl. 20:05

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, það er augljóst mál, því miður, að Schengen-löndin eru gjörsamlega búin að missa stjórn á eftirliti með flóttamönnum og innflytjendum. Til dæmis Danmörk hefur ekkert tæmandi yfirlit yfir hvaða menn hafa komið inn í landið, farið í gegn eða eru/verða áfram í Danmörku.

Kristinn Snævar Jónsson, 20.9.2015 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband