Gamli vítahringurinn

Áttu launþegasamtökin sem búin eru að semja um miklar hækkanir alls ekki von á að svona myndi gerast hjá vinnuaflsfrekum fyrirtækjum sem ekki hafa borð fyrir báru? Að hækkuðum launakostnaði yrði velt út í verðlagið?

Skjólstæðingar hinna hörkusnjöllu verkalýðsleiðtoga hjá hinum kræfu heildarsamtökum mega svo búa sig undir hækkun verðtryggðra lána sinna og afborgana af þeim í kjölfarið. Þakki þeim sem þakka ber.

Þau launþegasamtök sem eiga eftir að semja geta svo bætt um betur og rekið smiðshöggið á verðhækkanabylgjuna sem vænta má ef áfram verður haldið á braut óraunhæfra samninga sem mörg fyrirtæki standa ekki undir að óbreyttu.

Óraunhæfar hækkanir hjá ríkisstarfsmönnum munu svo vissulega skila sér í einhverri lækkun ráðstöfunartekjum þeirra með hækkun skatta í kjölfarið. Slæm hliðarverkun þess er að þær skattahækkanir munu  bitna á öllum launþegum og bótaþegum landsins. Einnig atvinnulausu fólk sem þó bíður í biðröðum eftir að taka að sér viðkomandi störf, jafnvel fyrir núgildandi laun. (Þetta á að vísu ekki við um starfsfólk í heilbrigðisstéttum þar sem skortur er eða getur orðið á starfsfólki sökum samkeppni við útlönd).

Það mætti halda að forystufólk heildarsamtaka launþega þekki ekki til fortíðarinnar í þessum efnum, eða skilji ekki hvað þar er um að ræða eða kæri sig kollótt um afdrifaríkar afleiðingar svona vinnubragða.

Hvað hefði ef til vill getað komið í veg fyrir þennan gamalkunna vítahring, víxlhækkanir launa og verðlags?

Vinnustaðasamningar þar sem samið er á hverjum vinnustað eftir efnum og aðstæðum viðkomandi fyrirtækis.

Einnig er mikið eftirlit með verðlagi nauðsynlegt ásamt tilsvarandi vel auglýstum upplýsingum um þau fyrirtæki sem hækka verð í kjölfar kjarasamninga; Til að skapa þarft aðhald.


mbl.is Hækkanir velta út í brauðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband