Þjóðernishyggja eða heimavarnarhyggja

Halda mætti að Eiríkur Bergmann prófessor álíti sig hafa hið eina sanna sjónarhorn um innflytjendamál og fjölmenningu og heimamenningu í málatilbúnaði sínum, eða þá að fréttaveita mbl.is haldi að svo sé. 
Í viðtengdri frétt virðist prófessorinn fyrst og fremst fordæma eða hneykslast á því hversu ríkan þátt umræða og stefnumörkun um innflytjendamál spiluðu í nýafstöðnum kosningum í Danmörku til danska þjóðþingsins og sérsaklega úrslitum þeirra og að það endurspegli hættu á öfgakenndri eða varasamri "þjóðernishyggju". Ekki er rætt um að úrslit kosninganna kunni að hafa endurspeglað viðhorf Dana til þess sem þeir gætu haldið vera aðsteðjandi ógn í samfélagi sínu í ljósi reynslu sinnar.

Ætla mætti að prófessorinn vilji láta að því liggja að Danir og fleiri Norðurlandaþjóðir séu að verða Hitlers-nasisma og ógnandi útþenslustefnu að bráð þar sem haft er eftir honum í fréttinni að "uppgangur þjóðernishyggju" sé "áhyggjuefni" sökum "forsögunnar". - Er eitthvað vit í slíkum málflutningi? Er hér verið að kenna það sem kalla mætti heimavarnarhyggju eða ást á eigin menningu og samfélagi við stríðsógnandi nasisma Hitlers?
Er það ekki enn meiri "barnaskapur" að loka augunum fyrir aðsteðjandi ógn heldur en að ræða ekki um innflytjendavandamál og stefnu?

En, hvað segja fleiri en Eiríkur Bergmann um hylli Danska þjóðarflokksins hjá dönskum kjósendum í nýafstöðnum þingkosningum þar í landi? Einhverjir sem ekki eru heillaðir af óreiðukenndri innrás fjölda innflytjenda eða (efnahagslegra) flóttamanna með framandi menningarhefðir sem gætu ógnað rótgróinni heimamenningu og heimabrag og velferðarkerfi.

Hvers vegna fær mbl.is ekki fram fjölbreyttari rökstuddar skoðanir fleiri málsmetandi manna um þessi mál?


mbl.is Uppgangur þjóðernishyggju áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð grein hjá þér, Kristinn, glögg greining á þessu viðtali við ESB-manninn Eirík, þú sérð skýrt veiku hliðarnar á málfutningi hans. Alveg horfir hann fram hjá því að skoða breytta afstöðu þjóðarinnar sjálfrar og ástæður hennar, en kýs fremur að ana út á bjargbrún meintrar fræðimennsku með því að flagga nazisma-hættunni, sem einmitt engin er í Danmörku. 

Skrýtið að kalla til svona augljóslega bleikpólitískan álitsgjafa, og eins og þú segir, það væri þá a.m.k. ástæða til að fá líka fram fjölbreyttari rökstuddar skoðanir annarra málsmetandi manna um þessi mál.

Jón Valur Jensson, 20.6.2015 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband