Enn frekari rök fyrir vinnustaðasamningum

Í meðfylgjandi frétt koma fram auðvituð rök hjá talsmanni launþega sem beinlínis undirstrika rökin fyrir því að gerðir séu vinnustaðasamningar þar sem hvert fyrirtæki semur við sína starfsmenn á sínum forsendum og viðkomandi starfsmanna; í stað þesss að láta miðstýrð heildarsamtök ráða áframhaldandi verkfallsaðgerðum sem á grunni óskynsamlegra himinhárra launahækkanakrafna munu mjög líklega ef að þeim verður gengið leiða til öfgakenndra víxlhækkana launa og verðlags öllum til skaða nema lánveitendum verðtryggðra lána.


mbl.is Hræðsluáróður og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vinustaðasamningar hafa verið við líði í um 50 ár á Íslandi. Stóriðjan, með Straumsvík í fararbroddi, hefur alla tíð haft vinnustaðasamninga hjá sér og virkað vel. Laun starfsmana þeirra eru töluvert hærri en á almenna markaðnum og friður verið meiri innan stóriðjunnar en annarstaðar.

Sífellt fleiri fyrirtæki, einkum þau er þjóna stóriðjuna, hafa tekið upp vinnustaðasamninga. Þessi þróun er því fyrir hendi, dæmin eru þekkt og árangur er kunnur. Því ætti það að vera kappsmál fyrir atvinnurekendur að koma á sem flestum vinnustaðasamningum. Launþegar munu hlaupa á þann vagn.

Vandinn liggur hins vegar í heildasamtökum launþega, ASÍ. Þar er hellsti þröskuldur þess að komið verði á vinnustaðasamningum. Innan heildasamtaka atvinnurekenda, SA, eru einnig menn með hundshaus gagnvart slíkum samningum, svo undarlegt sem það er. En það er reyndar svo margt undarlegt innan þeirra samtaka.

ASÍ og SA eru farin að skaða sína umbjóðendur meir en góðu hófi gegnir. Tengslaleysi þessara samtaka við sína umbjóðendur eru nánast hallærisleg.

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2015 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband