Vinnustaðasamninga í stað hryðjuverkandi verkfalla

Óviðunandi ástand hefur skapast vegna stéttaverkfalla í tengslum við veruleikafirrta miðstýrða kröfugerð heildarsamtaka launþega. Er það eins og við var að búast. Afleiðingar verkfalla eru hliðstæðar afleiðingum hryðjuverka þar sem þriðji aðili er fórnarlamb deilna.
Hér liggja hráefni og afurðir innlendra framleiðslufyrirtækja undir skemmdum og sölusamningar til útlanda eru í hættu. Innan heilbrigðiskerfisins er velferð og jafnvel líf fólks í hættu.

Vinnustaðasamningar kæmu í veg fyrir svona vitfirringu. Þá gætu atvinnurekendur samið við starfsfólk sitt eftir efnum og ástæðum á hverjum stað og með hliðsjón af framboði og eftirspurn á öllum framleiðsluþáttum, bæði á hráefni, afurðum og starfsfólki.

Þetta á einnig við um opinbera starfsmenn.

Laun opinberra starfsmanna ættu að taka mið af launum og kjörum í einkageiranum, líkt og fyrirkomulag kjarasamninga er í Noregi og Danmörku, en ekki fara eftir möguleikum opinberra starfsmanna til gíslatöku. 

Einkageirinn og almenningur borgar laun opinberra starfsmanna. Launahækkanir hjá hinu opinbera kalla á hækkun skatta í einhverju formi sem launþegar og fyrirtæki í einkageiranum borga á endanum.
Fyrirtæki velta auknum kostnaði sínum að einhverju eða öllu leyti út í verðlagið, en allir íbúar landsins borga fyrir það. Þar að auki borga þeir sem skulda verðtryggð lán drjúgt þar til viðbótar vegna afleiddrar aukinnar verðbólgu.

Bregða verður böndum á vitfirringu víxlverkandi hækkun launa og verðlags eins og nú stefnir í. Íslendingar hafa fengið miklu meira en nóg af slíkum trakteiringum í marga áratugi - eða hvað?


mbl.is 500 tonn af kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband