Þjóðkirkjuútvarp

Eitt af svörum þjóðkirkjunnar, væntanlega með biskup í broddi fylkingar, við útspili Ríkisútvarpsins um niðurfellingu morgun- og kvöldorða úr ranni þjóðkirkjunnar hlýtur að vera að setja á laggirnar eigin útvarpsstöð.
Furðu sætir að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu síðan.
Ýmsum sértrúarsöfnuðum í landinu, og það jafnvel harla smáum, hefur verið látinn sá vettvangur eftir hingað til. Almenningur gæti haldið að það sem þar er borið á borð sé jafnframt túlkun og áherslur þjóðkirkjunnar í trúarefnum, sem er náttúrulega ekki tilfellið.

Er ekki mál til komið að þjóðkirkjan láti líka í sér heyra á þeim vettvangi?


mbl.is Þjóðin vill hafa Þjóðkirkjuna í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Ríkisútvarpið er útvarpsstöð þjóðkirkjunnar. Dagsskrárstjóri færi gegn útvarpslögum ef hann úthýsti alfarið kristinni menningu (bænum, biblíulestri og messuhaldi}.Útvarpinu er skylt að verja menningararfleifð þjóðarinnar og þar vegur hin kristna menning þungt. Sennilega er ástæðan fyrir að hann heldur áfram útsendingum á sunnudadsmessum sú að hann þorir ekki að kasta öllu fyrir róðra. En spurningin er: Hver er hann að telja sig þess umkominn að segja til um hvað sé framsækin menning í ríkisútvarpinu og hvað ekki?

Óttar Felix Hauksson, 18.8.2014 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband