Borgarstjórn og mannréttindi

Í stað tilburða til að hafa áhrif á erlend stjórnvöld varðandi mannréttindi samkynhneigðs fólks væri öllu nærtækara fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða þá ákvörðun sína að úthluta íslömskum trúflokki lóð fyrir trúartákn þeirra, mosku, nánast við eitt aðalborgarhliðið inn í borgina við megin umferðaræð íbúa og erlendra gesta, einum besta stað í borginni fyrir auglýsingaskilti; Þar sem ætti öðru fremur að reisa merki Reyjavíkurborgar, ef nokkuð, en allra síst tákn trúarhefða sem eru framandi íslenskri menningu og ýmsum grundvallargildum á sviði mannréttinda. Eða, gera borgarstjórnarfulltrúar sér ekki grein fyrir því að meðal annars fordæma íslamskir trúarleiðtogar samkynhneigð og samkynhneigt fólk með tilvísun í helgirit sín?
mbl.is Endurskoða samstarfið við Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Innilega sammála !

Það ætti líka að skylda að fjármagn til byggingar moskunar kæmi EKKI erlendis frá.

Birgir Örn Guðjónsson, 23.8.2013 kl. 11:28

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kristnir menn réttlæta líka ofbeldi með vísun í Biblíuna. Gott ef kristnin er ekki einmitt meirihlutatrú þarna í Rússlandi!

Viltu ekki líka banna kristnum að byggja sínar ljótu og háværu kirkjur þar sem allir þurfa að heyra og sjá?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2013 kl. 14:00

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Tinna: Þú hefur kannski ekki tekið eftir því að ég er hér að gagnrýna staðarval borgarstjórnar fyrir byggingu nýrrar mosku í Reykjavík, ekki hvort eigi að heimila byggingu mosku yfirhöfuð.

Ofbeldi eða kúgun fólks í hópi kristinna manna með meintri réttlætingu í einhverjum tilvitnuðum trúarlegum textum er ekki til umræðu hér – en því mæli ég ekki bót fremur en innan annarra trúarbragða. Hér á Vesturlöndum eru lýðræðisleg lög við lýði og lýðveldi en ekki klerkaveldi. Svo virðist stundum sem trúaræsingafólk átti sig ekki á því eða gefi því ekki gaum.

Kristinn Snævar Jónsson, 23.8.2013 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband