Umhverfisvænar prédikanir

Það er hið besta mál hjá sr. Pálma Matthíassyni að lesa prédikanir sínar beint af spjaldtölvu í stað þess að prenta þær út á pappír til aflestrar. Það eru umhverfisvænar prédikanir að formi til. Það er til fyrirmyndar og eftirbreytni almennt.

Ekki síður skiptir það þó máli hvað um er rætt í prédikunum og hvað söfnuðinum er boðað. Vonandi er það allt umhverfisvænt og heilsusamlegt fyrir áheyrendur, bæði andlega og efnislega velferð þeirra, þeim til hjálpar, fyrirmyndar og eftirbreytni. Ekki fara sögur af prédikunarefni í viðhangandi frétt, en ekki er ástæða til að ætla annað en að það sé í uppbyggilegum anda og víðsýni.


mbl.is iPadinn gagnlegur í guðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband