Lausnarmiðaðir Íslendingar

Þessi dæmi sem hinn að eiginn mati ofurskipulagði Norðmaður tíundar hér (óskipulega) og af handahófi sýna í aðra röndina einkar vel hversu lausnarmiðaðir Íslendingar geta verið, a.m.k. sumir. Þegar vandamál blasir við er gengið í að leysa það fljótt og vel af einbeitni og krafti.

Á þessu eru að vísu undantekningar, eins og t.d. lausn snjóhengjuvandans sem skeikaði að sköpuðu heilt íslenskt kjörtímabil og á enn eftir að leysa. Ný ríkisstjórn mun samkvæmt kosningaloforðum sínum og stefnuskrá væntanlega sanna hið lausnarmiðaða eðli Íslendinga sem Norðmaðurinn, konan Gry Ek Gunnarsson, vísar til og rennir greinilega hýru auga til í hina röndina.

Maður gæti haldið að Gry Ek sé að gera gys að þeim sem hún kallar "óskipulega Íslendinga" þar sem hún vísar til leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjof í Reykjavík 1986 með þeirri kenningu sinni að líklega hefðu Íslendingarnir ekki getað haldið fundinn klúðurslaust ef þeir hefðu haft til þess langan fyrirvara eins og t.d. Norðmenn hefðu þurft að hafa fyrir slíkan stór-viðburð í heimssögunni.

Á móti má spyrja hvaða þjóð hefði getað gert þetta á sínum tíma með jafn góðum árangri og einmitt Íslendingar. Að vísu voru hér erlendir ráðgjafar og öryggissveitir með við hinn skamma undirbúning þannig að ekki voru Íslendingar einir á báti, en þeir komu þessu heim og saman við sínar aðstæður.

Hitt er annað að þar að auki skiptu einmitt aðstæður hér verulegu máli varðandi öryggisatriði. Landið er eyja og þá var landamæranna gætt með öflugu vegabréfaeftirliti; Þá var engin Schengen-gátt með opin hlið fyrir öll aðildarlönd þess, einungis heiðarlega Norðurlandabúa eins og Norðmenn meðal annarra.


mbl.is „Þetta er Íslendingum í blóð borið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband