Framganga RÚV skilar sér

Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins virðast endurspegla árangurinn af framferði starfsmanna RÚV í "viðræðum" þeirra við formenn stjórnmálaflokkanna undanfarið.

Þannig réðust spyrlar RÚV af mikilli árásargirni á Sigmund Davíð formann Framsóknarflokksins og hömuðust allan þáttinn við að reyna að gera hann og stefnu Framsóknarflokksins til hjálpar heimilunum tortryggilega. Þrátt fyrir fráleita ókurteisi, ítrekuð framígrip og stagl endurspurninga og afhjúpun á stórkostlegri vanþekkingu sinni um efnið tókst hrellispyrlunum þó ekki að slá Sigmund Davíð út af laginu sem varðist árásum spyrlanna af mikilli rósemi og þekkingu og sannfæringu. Áhorfendur gátu þó haldið að þátturinn gengi út á að gera lítið úr stefnumálum Framsóknarflokksins og þar með miklum hagsmunamálum heimila landsins.

Hins vegar brá svo við að viðtal við klökkan formann Sjálfstæðisflokksins kvöldið eftir reyndist verða eins og móðurleg áfallahjálp kvenspyrils fyrir formanninn sem þá átti undir högg að sækja eftir hatrömm átök innan flokksins um hvort hann ætti að segja af sér formennsku þar. Vingjarnleg og nánast afsakandi staglaðist spyrillinn á spurningum um viðhorf formannsins til embættisins innan flokksins, um hvort hann ætlaði ekki að segja af sér, en aðeins örfáum mínútum í restina var varið til að ræða um stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem átti þó að vera umræðuefni þáttarins.

Svo virðist sem annars vegar andstyggileg og forkastanleg framkoma þáttastjórnenda RÚV gagnvart Framsókanrflokknum og hins vegar tilfinningaleg samúð með formanni Sjálfstæðisflokksins gæti hafa skilað sér að einhverju leyti í umræddri skoðanakönnun Sjálfstæðisflokknum í hag. Það gæti þó reynst skammgóður vermir þegar kjósendur (skuldsett heimilin) átta sig betur á stefnumálum Sjálfstæðisflokksins og fyrir hvaða hagsmunahóp hann virðist fyrst og fremst vera að starfa samkvæmt stefnuskrá sinni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband