Hundalógík stjórnmálanna

Þessi frétt af hneykslan og fordæmingu ungra kjósenda í Bandaríkjunum á því hversu núverandi forseta hafi orðið lítið ágengt við að efna kosningaloforð sín frá því fyrir fjórum árum vekur upp spurningu um hvort þeir hafi virkilega ekki velt því fyrir sér hvers vegna svo sé, ef rétt er.

Hafa þeir ekki fylgst með tillögum og viðleitni forsetans til að koma á umbótum í t.d. heilbrigðiskerfinu og sporna við eyðileggjandi áhrifum og afleiðingum hinnar tiltölulega óheftu frjálshyggjustefnu sem hefur ríkt á fjármálasviði fyrir tilstilli andstæðinga forsetans, repúblikana og repúblikanaflokksins?
Ef unga fólkið myndi nú hugleiða málið fordómalaust og sjálfstætt þá ætti það að komast að því hvor forsetaframbjóðandinn er að vinna fyrst og fremst fyrir almenning. Þá ætti að renna upp ljós fyrir ungu kjósendunum hvað hefur staðið í veginum fyrir fullum árangri núverandi forseta við að efna kosningaloforð sín.

Þessi frétt bendir til þess að kjósendur eins og umrædd Colleen Weston sleppi því að ómaka sig á slíkum hugleiðingum og ætli sér því í staðinn og einfaldlega að kjósa þá aðila sem hafa í reynd komið í veg fyrir að forsetinn gæti staðið við kosningaloforðin. Halda mætti að svona "hugsuðir" telji að andstæðingar forsetans muni fremur en hann koma gömlu kosningaloforðum hans í framkvæmd! - Hvílíkur hugsanagangur! En, þetta er ekki sér-bandarískt fyrirbæri.

Þetta er hliðstætt rökleiðslu þeirra íslensku kjósenda sem hyggjast kjósa gömlu hrunflokkana sína aftur í næstu kosningum í von um það að þeir hafi breytt eðli sínu!
Þessir kjósendur virðast halda að með því að gera það sama komi önnur útkoma en áður! Var það ekki slíkur hugsunarháttur sem Albert Einstein kallaði vitfirringu eða brjálæði?


mbl.is Obama hefur misst fylgi ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Það sem Albert Einstein kallaði vitfirringu var að gera hið sama aftur og aftur og búast við ólíkri niðurstöðu. Út frá því, er þá gáfulegt að kjósa aftur Obama og búast við annarri niðurstöðu?

Mofi, 5.11.2012 kl. 20:39

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Mofi: Heldurðu að sé líklegra að góð stefnumál Obama náist með því að kjósa andstæðinga hans til valda, sem hafa lagt sig í líma við að leggja stein í götu forsetans og hindra þar með framgang góðra mála almenningi til hagsbóta?

Kristinn Snævar Jónsson, 6.11.2012 kl. 14:35

3 Smámynd: Mofi

Þarna ertu að gefa þér alls konar atriði. Ég hef marg oft séð stjórnarandstöðuna berjast á móti góðum málum stjórnarinnar af því að hinir aðilarnir eru "andstæðingarnar". Af hverju ætti ég að halda að það sé eitthvað öðru vísi í Bandaríkjunum en á Íslandi?  Það er síðan alls konar fólk sem hefur margt á móti t.d. Obamacare og það er ekki vegna þess að það vill hindra bættan hag almennings, sjá til dæmis hérna: http://www.youtube.com/watch?v=vdnY8r7_fLw   Ég þekki málið ekki nógu vel til að virkilega taka afstöðu til þess efnislega en ég tel nokkuð augljóst að það er ekki augljóst að þetta er bara frábært mál og allir sem berjast á móti því vilja almenningi illt.

Ég hef marg oft fjallað um Mitt Romney og hvað ég hef svakalega mikið á móti honum en...mormónar mega eiga það að þeir eru ótrúlega klárir í viðskiptum og góðir að vinna með öðru fólki.  

Mofi, 6.11.2012 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband