Deep Purple í Rokki

Ţađ er dapurlegt ađ horfa á eftir góđkunningjum sínum, miđlurum eyrnaormanna, sem sett hafa mark sitt á tónlistarhlustun og -upplifun manns á ćvinni. En, ţetta er lífsins gangur og sígildu verkin ţeirra lifa áfram međan tónlist verđur miđlađ.

Platan Deep Purple in Rock (1970) markađi viss tímamót í minni tónlistarupplifun ţá loks ađ ég komst í tćri viđ hana, en ţađ var heilu ári síđar (ásamt Aqualung međ Jethro Tull sem ég sömuleiđis missti óafvitandi af í heilt ár, en ţađ er önnur saga).
Orgelsólóin hans Jon Lord á plötunni voru nýstárleg á ţessum tíma, sérstaklega "sándiđ" og hljómflćđiđ sem honum tókst ađ gusa út úr Hammondinum sínum, sbr. t.d. í intróinu á laginu "Living wreck". Ţađ er hliđstćtt hver sem er ađ fara ađ gjósa. Auk hrađra sólóa međ tilheyrandi fingrafimi á nótnaborđinu gat hann einnig töfrađ fram af list dulmagnađa stemningu međ einföldum og lágstemmdum laglínum eins og í upphafi "Child in time". 

Ţađ er samt heildarmyndin af hljómsveitinni allri sem situr eftir, ţar sem Jon Lord var umvafinn hópi snillinga hverjum á sínu sviđi. Jon Lord var hluti af "gömlu" Deep Purple og saman sköpuđu ţeir hina eftirminnilegu töfra. Ţađ liggur viđ ađ ég sé enn međ hellu fyrir vinstra eyranu eftir tónleika sem ég fór á međ ţeim í KB-Hallen í Kaupmannahöfn 20. mars 1972, en ţar var stuđ. Ţađ kom skemmtilega á óvart áratugum síđar ađ upptaka einmitt af ţeim tónleikum gefin út á myndbandi - sem mér og áskotnađist mér til mikillar ánćgju.


mbl.is Jon Lord úr Deep Purple allur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ţađ small allt saman hjá ţessu bandi.

Frábćr rödd Ian, ótrúleg snill Blackmore og svo Hammond traktorinn Lord.

hilmar jónsson, 16.7.2012 kl. 21:35

2 Smámynd: Óskar Ađalgeir Óskarsson

Ţarna er horfinn einn af ţeim mönnum sem höfđu mikil áhrif á rokkiđ,hvernig hann blandađi klassískri tónlist í rokkiđ var einstakt á ţeim tíma. Snillingur er horfinn úr ţessu lífi.

Óskar Ađalgeir Óskarsson, 16.7.2012 kl. 22:50

3 Smámynd: Kristinn Snćvar Jónsson

Já, Óskar, eins og t.d. í orgelkaflanum í intróinu í upphafslagi umrćddrar plötu, "Speed King". Ţar finnst mér örla á tilvísun í alţekkt stef Beethovens áđur en hasarinn byrjar.

Síđan eru t.d. einnig tilvísanir í klassíkina í "rúllandi-niđur-brekku" krúsídúllunum í meistaralegu orgelsólóinu í "Highway Star" á plötunni Machine Head (sem ţeir voru ađ kynna í bland á tónleikunum 1972). Ţannig mćtti lengi telja.

Kristinn Snćvar Jónsson, 16.7.2012 kl. 23:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband