Mikilvægi íslensks landbúnaðar

Á sama tíma og það blasir við að mannkyn skortir mat á tímum þverrandi auðlinda þá tala sumir fræðimenn og aðrir gegn hagsmunum íslensks landbúnaðar með því að tala hástöfum fyrir óheftum innflutningi landbúnaðarmatvæla; Uppátæki er myndi rústa íslenskum landbúnaði til skamms tíma litið.

Í ljósi heilbrigðrar skynsemi og sterkra vísbendinga eins og þeirra er fram koma í meðfylgjandi frétt hlýtur slík þröngsýni talsmanna óhefts innflutnings landbúnaðarafurða að teljast furðu sæta.
Það er eins og þeir gefi sér þá forsendu að ætíð yrði hægt að fá nægjanlegar og jafn góðar matvörur eftir hendinni erlendis frá. Það er af og frá!

Það verður þvert á móti "barist" um góðar matvörur í náinni framtíð. Hvers lags orðræða er það þá hjá fólki sem gefur sér fráleitar forsendur til rökstuðnings væntingum sínum um skammtímaávinning í formi lægra verðs á matvörum erlendis frá? Hvaða ástæður og hagsmunir liggja þar að baki?

Í ljósi mikilla verðhækkana á matvælum á heimsmarkaði og yfirgnæfandi líkum á vaxandi eftirspurn eftir góðum ómenguðum mat við vistvænar aðstæður ætti Þvert á móti að leggja áherslu á að efla íslenskan landbúnað sem mest og best með bættri landnýtingu til matvælaframleiðslu og renna þar með styrkum stoðum undir framleiðslu innanlands til eflingar á þjóðarhag.

Hagstæðara væri að bretta upp ermar við það og tilsvarandi verkefni sem liggja fyrir fótum okkar heldur en að láta fækkandi vinnandi hendur og hausa vinna fyrir afurðasnauðum og niðurdrepandi atvinnuleysisbótum.


mbl.is Mannkynið sprengir skuldaþak náttúrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband