Áhersluþrenning fyrir árangursríkt nám

Mín reynsla er sú að þegar þrenns konar áherslur fara saman í góðu og viðeigandi jafnvægi við nám þá er árangurinn vís í samræmi við það. Þessi þarfa "þrenning" er eftirfarandi:

Agi og viðvarandi gott skipulag við námsvinnuna, góð og skemmtileg hreyfing og útivist þar sem reynt er á líkamann og honum jafnframt við haldið með hollu mataræði, og þátttaka í góðu og skemmtilegu félagslífi af einhverju tagi í nánu og samstiga nærsamfélagi. Þegar öllum þessum þáttum er sinnt í góðu og "heiðarlegu" jafnvægi, daglega og vikulega, verða þeir allir skemmtilegir og tilhlökkun að koma að næsta þætti hverju sinni til skiptis. Þá verður námið ekki leiðinlegt og þreytandi.

Forsendur fyrir þessari áhersluþrenningu til árangursríks náms og innihaldsríks lífs meðan á námi stendur eru ríkulega til staðar að Bifröst í Borgarfirði. Öfundsvert er að stunda nám þar.


mbl.is Margir vilja nema á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband