Við ætlum að vinna

Eitt sinn hugleiddi ég það í sambandi við þátttöku íslenska handboltaliðsins í fjölþjóðlegri keppni í Evrópu að ekki væri nóg að ætla að "gera sitt besta", eins og tönnlast er á í vinsælu lagi.
Slík yfirlýsing felur nefnilega einnig í sér afsökun fyrir tapi ef illa fer.

Það sem þarf til að höndla réttan og markvissan vinningsanda og -vilja er einbeittur ásetningur um að vinna sigra. Menn þurfa því að gera það upp við sig og setja sér það mark að ætla að vinna, en ekki "bara" að "gera sitt besta". Slíkt viðhorf á náttúrulega við um hvaða fyrirtæki, uppátæki eða áætlun sem er. Hér er hins vegar ekki verið að viðra hroka.
Þessar pælingar urðu mér að yrkisefni og gerði ég texta við eigið lag um baráttuanda liðsheildar eins og íslenska handboltaliðsins í keppni eins og HM.

"Einka"-útgáfu af laginu er að finna hér á tónlistarspilaranum mínum.
Nafn þess er að sjálfsögðu "Við ætlum að vinna", en það er einnig að finna í sömu útsetningu á rafrænni útgáfu af "plötu" minni Lífsins gangur, sem ég setti á gogoyoko-tónlistarvefinn 2009.

Slóðin á lagasafn mitt á gogoyoko er hér:

http://www.gogoyoko.com/#/artist/KrisJons

Við landslið okkar í handbolta segi ég: Til hamingju með sigrana og baráttuandann. Sú kveðja nær einnig til fjölskyldna þeirra og vina sem að baki búa!


mbl.is Ekkert annað en sigur gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband