Dómsmál og dómgreind

Þetta er hið vandræðalegasta mál eins og virðist hliðstætt því máli sem kom upp í fyrrasumar varðandi rannsókn á máli tengdu syni sama saksóknara.

Íslendingar sem íbúar í lýðræðis- og réttlætisríki eiga heimtingu á því að þeir embættismenn sem fjalla um og taka ákvarðanir varðandi dómsmál hafi heilbrigða dómgreind og þjóni embætti sínu af heilindum fyrir þjóð sína.

Sé þetta óafvitandi hjá viðkomandii, að hafa ætlað sér að fjalla um mál venslafólks án þess að vita um tengslin, er það hin furðulegasta uppákoma og merki þess að einföldustu upplýsingaatriði hjá embættinu séu í lamasessi og gæðaeftirlit í molum. Ekki væri það gott og myndi kalla á svör þeirra sem eiga að sjá til þess að slík atriði séu í lagi.

Sé þessi uppákoma með fullri vitund umrædds saksóknara er komin upp spurning um dómgreind hans og/eða siðferði og er það vægast sagt umræðuvert. Ekki er það gott heldur og myndi það sömuleiðis kalla eftir svörum þeirra sem eiga að sjá til þess að embættismenn vinni af heilindum fyrir þegna landsins sem hafa treyst þeim til verka og greiða þeim vinnnulaun fyrir.

Hitt er athyglivert að nú skuli dómsmálakerfi Íslands vera tilbúið að taka fyrir málsaðila sem tengjast afleiðingum og mótvælum vegna þeirra óhæfuverka sem felldu bankakerfi landsins og rústuðu fjárhag þorra almennings, en ekki meinta orsakavalda bankahrunsins og meðspilara þeirra.


mbl.is Lára settur ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband