Algjör misskilningur á stöðu Íslands. ÞETTA ÞARF AÐ GERA:

Þetta viðhorf sem hér kemur fram hjá fjármálaráðherra Íslands lýsir dapurlegum og algjörum misskilningi hans og ráðgjafa hans á þeirri baráttu sem Ísland á nú í.
Þetta er hræðilegt ástand og óþolandi!
Við getum ekki horft upp á þetta ráðaleysi og athafnaleysi lengur!

Steingrímur fjármálaráðherra! (og að því er virðist staðgengill forsætisráðherra að honum vakandi og sofandi): Þetta þarf íslenska ríkisstjórnin að einhenda sér í að gera meðal annars:

1) Taka frumkvæði í Icesave-málinu og skapa Íslandi þá málefnalegu stöðu sem málið snýst um: Að sýna fram á að breska ríkisstjórnin og hollenska ríkisstjórnin eru að svína á Íslandi í málinu með ólögmætum hætti og án lagaforsendna. Vitnisburður um það grundvallaratriði eru ummæli málsmetandi aðila í Evrópu, m.a. ESB-löndunum og sjálfu Bretlandi og Hollandi, sem fer fjölgandi. Almennigsálit í Evrópu virðist vera að snúast Íslandi í vil. Það heita járn þarf að hamra nú sem aldrei fyrr en ekki leggjast enn einu sinni í dvala og bíða í margar vikur eftir niðurstöðu væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vita tilgangslaust og uppgjafarleið. 
TAKIÐ FRUMKVÆÐI! EKKI BARA BÍÐA OG SJÁ TIL!

2) Þetta er ekki einkamál Bretlands og Hollands gegn Íslandi. Þetta snertir öll ESB- og EES-löndin að minnsta kosti. Að halda þessu við löndin þrjú er hins vegar sá málatilbúnaður sem hentar Bretum og Hollendingum, en hann byggir á fölskum forsendum og blekkingum og hræðsluáróðri, sem íslenska ríkisstjórnin hefur látið blekkjast og dáleiðast af.
Við þurfum að koma þessu máli í farveg landanna allra, koma þeim skilningi á í alþjóðasamfélaginu og Evrópu að þetta sé ekki einkamál Íslands og hinna tveggja. Hin löndin bera ekki minni, jafnvel fremur meiri ábyrgð en Ísland, að minnsta kosti hlutfallslega jafnmikla ábyrgð og Ísland, sökum hins gallaða regluverks um fjármálamarkaði og innistæðutryggingasjóði á svæðinu. Það er margbúið að benda á þetta af málsmetandi aðilum. Hvers vegna þverskallast íslenska ríkisstjórnin við að meðtaka þau skilaboð? 
GERIÐ MÁLIÐ AÐ MÁLI ALLRA ESB-LANDANNA!

Kæri Steingrímur: Við getum ekki beðið eftir að fá fyrirhafnarlaust eitthvað "efnislegt og handfast í þeim efnum" upp í hendurnar.  Við þurfum að sækja það sjálf og búa málið á okkar forsendum frammi fyrir ESB, ekki bíða endalaust með hendur í skauti í von um kraftaverk úr höndum bresku og hollensku ríkisstjórnanna.

3) Farsælustu lyktir Icesave-málsins eru ekki þær að samþykkja einhliða kröfur bresku og hollensku ríkisstjórnanna sem fyrst. Farsælustu lyktir málsins fyrir Ísland eru þær að ESB viðurkenni sekt sína að því er meingallað regluverk um innistæðutryggingasjóði og fjölþjóðlegt bankaútibúakerfi varðar og axli þá ábyrgð sína þannig að breska og hollenska ríkisstjórnin dragi einhliða kröfur sínar til baka sem þær hafa verið að kúga íslensku ríkisstjórnina til að taka á sig með órétti. Þær sjálfar auk ábyrgðarþjóða regluverksins skulu standa undir umræddum skaða auk þess skaða sem þetta mál og allt í kringum það hefur kostað íslenskt efnahagslíf.
Auk þessi biðji þeir íslensku ríkisstjórnina, Alþingi og íslensku þjóðina afsökunar á mistökum sínum þannig að við Íslendingar fáum uppreisn æru frammi fyir umheiminum nú í lifanda lífi en ekki bara eftir endalok þjóðarinnar í núverandi mynd ella.

TALIÐ MÁLI ÍSLANDS MEÐAL ANNARRA ÞJÓÐA Á RÉTTUM FORSENDUM!


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, sorglegt hvernig Steingrím hefur tekist að "rústa ímynd sinni & trúverðugleika" - hvað er eiginlega að gerast upp í hausnum á SteinFREÐ & Jóhönnu??  Ég & fjöldi fólks hef fengið mig fullsaddan af hráskinnaleik núverandi valdhafa og frábið mér og þjóðinni allri að veita þeim starfsfrið mikið lengur.  Eða með orðum Ingibjargar Sólrúnar: "Nú er mál að linni" svona getur þetta ekki haldið áfram...!  Vinnubrögð Steingríms í þessu Icesave máli minna mikið á klúðrið & hrokann tengt fjölmiðlalögunum.  Mér sýnist Steingrímur vera búinn að taka upp hrokastjórnun & viðhorfs Dabba kóngs.  Mér finnst einnig sorglegt hvernig einn maður getur breytt jafn gróflega skoðunum sínum í fjölda mála frá því að hann var í stjórnarandstöðu og yfir í að vera í stjórn.  Alveg ótrúleg upplifun.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is) 

Jakob Þór Haraldsson, 10.1.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er afar skrýtið svo ekki sé meira sagt. Steingrímur talaði í algjörri andstöðu við núverandi orð sín haustið 2008 þegar hann var í stjórnarandstöðu og gat talað hreint út um sannleikann tæpitungulaust. Þá var hann reyndar ekki í aðstöðu til að láta gjörðir fylgja orðum. Þegar hann komst í þá aðstöðu hafa gjörðir hans fylgt ráðvilltum gjörðum þeirra sem hann gagnrýndi fyrrum.
Það sem hann vildi gera þegar hann gat það ekki gerir hann ekki þegar hann gæti gert það!

Einhver gamansamur gat sér þess til að svo virtist sem Steingrímur væri dæmi um sálnaflakk, að einhver önnur sál hafi tekið sér bústað í honum eftir að hann komst til valda. Sú skýring gæti svo sem átt við, en ég held að ástæðan sé nærtækari: Hann hefur verið gjörsamlega dáleiddur af særingarþulum bresku og hollensku ríkisstjórnarinnar og má sig hvergi hræra. Þess vegna erum við jú líka að reyna að særa hann til athafna á móti.

En, í alvöru: Mér finnst óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin er ekki að vinna eftir þeim línum sem ég nefni í pistlinum. Það ætti að vera augljóst.
Þessi ráð fengju kannske meiri hljómgrunn ef þau væru verðlögð með töxtum ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Að ekki sé talað um öll þau fjölmörgu góðu og augljósu ráð sem sést hafa hér hjá ýmsum bloggurum sem eru haldnir þeirri áráttu þegnskapar að verja tíma sínum til að gefa þessum málum þjóðarinnar gaum af alvöru og heilindum.

Kristinn Snævar Jónsson, 11.1.2010 kl. 00:34

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er að koma í ljós að þessi stjórn ætlar ekkert að gera í málunum við verðum að hreynsa út það er orðið morgun ljóst!"

Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 01:03

4 Smámynd: Halla Rut

Ég bara bíð þess dags sem maðurinn áttar sig á hvað hann hefur gjört. Það kemur sprengja, það getur ekki verið að hann ætli að halda því til streitu að tala málsstað kúgara okkar. 

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 16:07

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, maður bíður eftir því að gamalkunna Íslandsbaráttusálin hans Steingríms komi aftur í ljós í gamla jötunsranninum, með klær drekans í austurátt, kjaft-hátt og frán augu arnarins og dragkraft griðungsins og verji landið fyrir þessari bresk-hollensku ásókn og hristi af höndum okkar. Ég bara vona að skjaldarmerkið verði ekki horfið frá þjóðinni áður en það gerist. Það eru ekki mörg prósent af kjörtímabili til stefnu.

Kristinn Snævar Jónsson, 11.1.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband